Kjarnastefna Dögunar og unga fólkið.

Svona til gamans þá var ég í kaffi hjá kunningjakonu minni í Keflavík um daginn, málefni var að ræða Dögun stjórnmálasamtök um Sanngirni, réttlæti og lýðræði. Við vorum að ræða um aðkomu ungs fólks að samtökunum. Og hún sagði þá að við yrðum að athuga að unglingar tala ekki sama mál og við sem erum komin yfir miðjan aldur.

Það til dæmis væflst fyrir þeim orð eins og Framfærsluviðmið, fjárfestingabankar, verðtrygging og svo framvegis.

Svo mér datt í hug að fá mína unglinga til að lesa kjarnasstefnuna yfir og setja hana í sinn búning. Þau fengu alveg frjálsar hendur með þetta, og það er margt skemmtilegt sem kemur í ljós, um hvernig málin snúa við þeim.

 

Fjármálakerfið:

Afnema verður völd fjármálakerfisins yfir lífi almennings með eftirfarandi ráðstöfunum.

. Afnám verðtryggingar á neytendalánum.

. Aðskilnaður viðskipta og frjáfestingabankastarfssemi.

. Vextir í landinu verði hóflegir. Setja þak á vexti.

. Bankaleynd verði afnumin í samræmi við lög um persónunefnd.

 

Unglingarnir:

. Fjarlægja verðtryggingar á lánum fyrir einstaklinga og koma fyrir nýju kerfi.

. Lækka kröfur fjárfestingabanka til að losna við óþarfa þjónustugjöld.

. Takmarka vexti á lánum og skuldum.

. Stofna rísrekin banka til þess að fjarlægja hagsmuni eigenda. (non profit)

. Fjarlægja þagnarskyldu banka, til þess að koma í veg fyrir glæpi og fjársvik í samræmi við persónuvernd.

 

Lágmarsframfærsluviðmið og lífeyrismál.

. Lögfesta þarf lágmarksframfærsluviðmið til að tryggja framfærslu allra, launamanna sem og lífeyrisþega (öryrkja, eldri borgarar)

. Nauðsynlegar ráðstafanir eru:

. Eitt sameinað lífeyriskerfi fyrir alla landsmenn.

. Lágmarkslaun verði aldrei lægri en lágmarksframfærsluviðmið.

. Almannatryggingar tryggi öllum lámarksframfærslu.

. Persónuafsláttur hækki og tryggi skattleysi lágmarkstekna.

 

Unglingarnir:

. sama og í fyrstu grein.

. Sjá til þess að lágmarkslaun séu alltaf nógu há til þess að einstaklingar geti borgað öll lífsauðsynleg gjöld.(Leigu, hita, vatn, rafmagn, internet).

. Að almannatryggingar (TR) borgi tryggingar til allra þeirra sem ekki eru með tryggingar annarsstaðar. Og að umræddar tryggingar séu alltaf nógu háar fyrir lágmarks framfærslu.

. Hækka afslátt frá “Skattkorti” eða “persónuafsláttur” á skattskil til þess að tryggja frekar lágmarksinnkomu.

 

Húsnæðismál:

. Húsnæðismál eru mannréttindi.

. Húsaleigumarkaður skal uppbyggður að norrænni, þýskri eða austurrískri fyrirmynd.

. Auka þarf valkosti á húsnæðismarkaði og tryggja langtímaleigurétt.

. Skapa þarf rými fyrir óhagnaðardrifin húsnæðissamvinnufélög.

. Dögun er alfarið á móti því að fjármálafyrirtækin (Lífeyrissjóðir, bankar og íbúðalánasjóður) stofni og reki fasteignafélög inn á leigumarkað sem arðsemsisfjárfestar.

 

Unglingarnir:

. Tryggja húsnmæði fyrir alla landsmenn undir öllum kringumstæðum þar sem húsnæðisöryggi varðar við mannréttindi.

. Húsaleigumarkaðin skal byggja upp eftir þýskri og austurrískri fyrirmynd.

. Auka þarf fjölbreyttni og aðgengi að húsnæði og valkostum á húsnæðismarkaði og tryggja öryggi leigjanda varðandi langtíma leigurétt.

. Skapa þarf húsnæði og vinnu fyrir þá sem hafa lítið sem ekkert aðgengi að öðru hvoru. Og þetta skal vera óhagnaðardrifið.

. Slíta þarf tengsli banka og sjóða við húsnæðismarkað.

 

IMG_3759

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Unnið að því að yfirfara kjarnastefnuna og endursegja hana á sínu máli. 

 

Lýðræðið – ný stjórnarskrá.

 

Dögun vill nýja stjórnarskrá fyrir þjóðina. Samanber þann ríka vilja sem kom fram í þjóðaratkvæðagreislunni 20. október 2012. Með lögum skal tryggja eftirfarandi rétt almennings:

. Auðlindaákvæði þar sem þjóðinni er tryggður eignarrétturinn á auðlindum Íslands.

. Bindandi þjóðaratkvæðaur óski 10% kjósenda þess.

. Íbúar kjördæma eða sveiarfélaga geti átt frumvkæði að bindandi atkvæðagreiðslu um sameiginlega hagsmunamál svæðisins óski 10% kjósenda þess.

. Að ný stjórnarskrá tryggi almenningi aðgang að öllum upplýsingum sem opinberir aðilar safna í samráði við persónuverndarlög.

 

Unglingarnir.

. Tryggja að auðlindir Íslands tilheyri þjóðinni.

. Óski 10 % kjósenda eftir þjóðaratkvæðagreiðslu verði því framfylkt undir öllum kringumstæðum.

. Sama gildi um sveitarfélögun og kjördæmi og um mál innan þeirra (sjá hér að ofan)

. Öll starfssemi opinberra aðila og allar upplýsingar varðandi hana séu aðgengilegar fyrir þjóðina og þetta skyldi varða við stjórnarskrána.

 

Skipan auðlindamála.

. Orkufyrirtæki verði almennt í eigu ríkis og/eða sveitarfélaga.

. Nýting allra náttúruauðlinda skal vera sjálfbær.

. Tryggja þjóðinnni arð af auðlindum sínum.

 

Unglingarnir:

. fyrsta grein. Sama.

. Að nýta náttúruauðlindir á hófsaman hátt svo þær eigi kost á að endurnýja sig.

. Arður af allri innkomu frá auðlindum fari til þjóðarinnar undir öllum kringustæðum.

 

Stjórn fiskveiða.

Stokka upp stjórn fiskveiða frá grunni.

. Jafnræði ríki meðal landsmanna við nýtingu á sameiginlegum fiskveiðiauðlindum.

. Alllur ferskur fiskur verði seldur á fiskkmörkuðum og auðlindagjald reiknað af því fiskverði.

. Aðskilja skal veiðar og fiskvinnslu fjárhagslega.

. Handværaveiðar verði gefnar frjálsar.

 

Unglingarnir.

. Brjóta niður stjórn á fiskveiðum og byggja upp aftur frá grunni undis umsjón þjóðarinnar.

. Sjómönnum verði borgað eftir verði fisks á markaðinum. Allur fiskur verði seldur ferskur á markað.

 

Siðvæðing stjórnsýslu og fjármálakerfis:

. Bæta þarf siðferði og auka gagnsæi í stjórnmálum, stjórnsýslu og fjármálakerfi.

. Lög verði yfirfarin með því markmiði að fyrirbyggja spillingu.

. Komið verði í veg fyrir óeðlileg völd sérhagsmuna aðila.

. Skilið verði á milli stjórnmála og viðskiptalífs.

 

Unglingarnir.

. Bæta þarf reglur varðandi siðferði í stjórnmálum og eftirlit með starfssemi í stjórnmálum.

. Öll lög fari í gegnum mikið eftirlit til að fyrirbyggja spillingu.

. Takmarka öll áhrif og völd sérhagsmunaaðila á stjórnmál. Auka gegnsæi þessara mála.

. Setja vegg á milli einkafyrirgækja og ríkisstjórnar og öll áhrif fyrirtækja á stjórnmál verði slitinn.

 

IMG_3761

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

,

xdödun

12195886_1067387096626053_8101793011674892293_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Vil sérstakleg taka fram að ungu fólki er velkomið að leggja til málanna hér, og segja hvað þeim finnst betur mega vera og hvað þeim finnst vanta.  

 


Bloggfærslur 23. maí 2016

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.4.): 6
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 51
  • Frá upphafi: 2020787

Annað

  • Innlit í dag: 5
  • Innlit sl. viku: 45
  • Gestir í dag: 5
  • IP-tölur í dag: 5

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband