Júróvisjón.

Já nú er mikið rætt um keppnina framundan.  Ég hef ekki hlustað mikið á lög og keppendur þetta árið.  Hef alltaf fylgst með af meiri áhuga en nú.  

Sá fyrri undankeppnina á þriðjudaginn, og fannst Gréta Salome standa sig afar vel, þó það dyggði henni ekki til að komast áfram.  En það komast ekki allir á sigurpallinn.  Þannig er lífið. Mér finnst gaman að sjá framþróunina sem orðið hefur.

 Mitt fyrsta Júróvision var 1963, þegar danir unnu með laginu sínu Dansevísu.  Það var parið Grethe og Jörgen Ingmann sem fengu heil 42 atkvæði, sem dugði þeim til sigurs. 

Ég horfði á þessa keppni í Svíþjóð, fékk að sitja í stofunni hjá Husmor, ég var þá í lýðháskóla, og fannst þetta heilmikil uppákoma. 

Næsta sem ég gat horft á söngvakeppnina var í Glasgow minnir 1965.  Lúxemburgh vann þá, France Call, með Vaxbrúðuna sína. 

 

 

https://www.youtube.com/watch?v=OqnCl3NltaU

Svo var ég svo heppinn að komast í dómnefndina man bara ekki alveg hvaða ár það var.  Það var skemmtilegt Við vorum lokuð inní í dómsalnum og máttum ekki fara út.  Fengum að horfa á rennslið fyrir keppnina og svo keppnina og lista upp þau lög sem við vildum koma áfram.  Svo fengum við ekki að sjá útsendinguna fyrr en Ísland var búið að keppa.  Ævintýri sem ég hefði ekki viljað missa af. Man að við gáfum Frakklandi 12 poin.  

Heyrði í Óla Palla, Palla Óskari og Helgu Möller í dag, Helga var að tala um að það þyrfti að fara að skipta keppninni í tvennt.  Austur og vestur hluta.  En ég held að það gangi ekki upp. Frekar þarf að breyta kosningarferlinu, þannig að öll lönd sem keppa megi senda inn atkvæði bæði undanúrslitakvöldin.  Þannig myndu atkvæðin dreyfast meira.  En ég er sammála Páli Óskari núna að austantjaldslöginn voru mjög góð og vel flutt.  

Það væri nú gaman ef Belgía myndi vinna í ár, þegar 30 ár eru liðin frá því að Sandra Kim sigraði með lagið sitt J´amie la vie.  Lora Tesoro er ekker ósvipuð Söndru, flott stelpa, lagið fjörugt þó það sitji ef til vill ekki mikið eftir verður þetta sumarsmellur í ár, það er ég viss um.  En væri það ekki bara skemmtilegt? smile

 

https://www.youtube.com/watch?v=iP3USrYpr5w

Svo segi ég bara skemmtilega Júróvisjónhelgi.  'EG ætla allavega að njóta mín, er að passa englabossana mína í Reykjanesbæ yfir helgina.  Yndislegt að vera með þeim.  


Bloggfærslur 13. maí 2016

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband