Óboðin gestur.

Verð að segja að ég er hálf skekin, 

Hvað er það sem ekki kemur fyrir í Kúlunni? Ég var upp í gróðurhúsi þegar Úlfur hringdi í mig og sagði mér að það væri minkur í garðskálanum. Hann væri særður og hættulegur. Ég þorði ekki annað en að hringja í meindýraeyðinn hann Val Rigther, sem kom og aflífaði dýrið. Hann sagði að þetta væri læða og það væri óvenjulega mikið um mink á svæðinu. Og ég sem var með fullt hús af ungu fólki í gær og auk þess búin að hafa hænsnakofann minn opinn hluta af dögum svo þær fái sólina og góða veðrið inn. En sem sagt blessað dýrið er farið til Guðs. Eins gott að fara varlega. 

IMG_8935

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ekki falleg sjón.  Þegar meindýraeyðirinn mætti með byssuna fór ég eins langt inn í húsið og ég gat. Dauðvorkenndi kvikindinu, en það er bara ekki hægt að hafa svona hættuleg dýr á ferli, sérstaklega ef þau eru særð. 


Gleðilega Páska.

Já þær voru að leggja af stað heim stelpurnar mínar sem voru hér yfir helgina.  Og þær kvöddu mig með páskaeggi.  Svona hljómar málshátturinn: Ég ætlaði alltaf að verða doktorsritgerð- en endaði sem málsháttur.  kiss Dettur eiginlega tveir frammámenn í samfélaginu í hug. 

2-IMG_8930

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Mestu myndarstelpur.  Gaman að hafa þær.  

Páskarósin mín er ennþá undir snjó en jólarósin skartar sínu fegursta. 

 

1-IMG_8922

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það var heilmikið fjör hjér hjá mér í gær, krakkarnir nutu þess að koma heim og ylja sér, þegar þau voru orðin köld.  Þetta var líka frábær skemmtun, ég gat fylgst með henni í tölvunni.  Frábært tónlistafólk sem við eigum. 

 

 Svona hljómuðum við fyrir þremur árum, eftir 30 ára hlé og bara nokkrar æfingar fyrir giggið. 

https://www.youtube.com/watch?v=SuPb0QKmcpE

 

 

Sokkabandid

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Frá æfingu í kúlunni. 

 

Svona hljómuðum við á Músiktilraunum 1982.

 

https://www.youtube.com/watch?v=SMMn-s6OwFg

 

Eigið góðan dag elskurnar. 


mbl.is Gestrisnin lokkar fólk á hátíðina
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 5. apríl 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 23
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 18
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband