Karlakórar, leiksýning, partý og lífið í kúlunni.

Þetta er öðruvísi annatími hjá mér.  Fyrst var opnuð sögusýning í Safnahúsinu á Ísafirði vegna 50 ára afmælis Litla Leikklúbbsins, frábær sýning sem þau Ómar Smári og Nína Ivanova settu upp, þau sáu líka um afmælisritið okkar, sem er afar fallegt og skemmtileg.

Íja

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er mynd af mér og einum fyrrverandi formanni klúbbsins Gerði Eðvarðsdóttur.

 

Síðan var konsert í kirkjunni okkar með karlakór Rangeyinga og okkar mönnum í karlakórnum Erni, dásamleg stund og fagur söngur. 

5-IMG_8941

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Flottir sunnlenskir bænur og búalið í smalabúningunum eins og við hér köllum þessa búninga laughing

Okkar menn sungu líka fyrir gestina.

8-IMG_8949

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég elska svona söng og mér þykir svo vænt um þessa karla sérstaklega.  

6-IMG_8946

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En þó Rangársýsla sé langt í burtu þá vill svo til að í kórnum voru karlar út fjölskyldunni minni, Jón Ingi Guðmundsson tengdafaðir Báru minnar og hér eru Hanna hin amman og Anna Gunna mágkona hennar, þær voru með sínum mönnum hér með kórnum. <3

7-IMG_8948

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þessi er tekin sérstaklega fyrir Báru mína og þau í Austurríki.  Flottar konur kiss

9-IMG_8954

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir konsertinn fór ég svo beint á sýningu Litla leikklúbbsins á leikritinu kallarðu þetta leikrit!  Dásamlega skemmtilegt verk og auðvitað var leikurum og leikstjóra vel fagnað í lokinn,  en þetta var síðasta sýningin og á eftir bauð LL upp á ekta litla leikklúbbs partý eins og í gamla daga. 

10-IMG_8955

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

FLottur leikhópur. 

12-IMG_8958

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo var tekið til við að skemmta sér af fullum krafti, hér er Laufey að pósa krúttsprengjan sem hún var og er enn.  Og svo Guðni Ásmund og Sigrún. 

En stjórn Litla Leikklúbbsins hafði veg og vanda að þessu öllu með Höllu Sigurðar og Denna Steingrímin Rúnari Guðmundssyni í fararbroddi.  

13-IMG_8961

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sigrún og Laufey, ég held svei mér þá að við sem höfum tekið þátt í þessu nánast frá byrjun séum meira eins og fjölskylda frekar en félagar, svo náin vorum við og í krulli við eigið líf, og við erum miklu meira en bara félagar, sem betur fer eru margar vinnufúsar ungar hendur tilbúnar til að taka við og bera hróður LL áfram. 

14-IMG_8962

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eintóm gleði.

15-IMG_8964

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og það var boðið upp á veitingar, Hér má sjá Rögnu vert í Bolungarvík, Höllu formann og Hafsteinn heildsalan okkar og fremst er dóttur eins leikarnans hans Bjarka, en mér sýnist að fjölskyldur leikaranna hafi tekið mikin þátt í því sem var að gerast og er bara frábært.

16-IMG_8967

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og allir voru orðnir svangir, svo það var eins gott að fá sér í gogginn. smile

17-IMG_8968

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kata mín og Óli <3

18-IMG_8971

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ásthildur! sagði Halla við mig, hvernig lýst þér á að ráða Halldór Kára sem leikstjóra? ég horfði á hana smástund og sagði svo; hann er harður, og hann þrælarmanni út þangað til maður getur varla meira, en hann er besti leikstjórinn sem þú getur fengið. wink

19-IMG_9000

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er hún Eva dansþjálfari, en þar sem þetta var sakamálaleikrit með söng og dansi þurfti auðvitað að þjálfa dansinn. 

20-IMG_9011

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eftir öll formlegheitin ræður og svoleiðis, en Magni fermingarbróðir minn og skólabróðir var veislustjóri, þá tók við stanslaust fjör og dans.  Hér er hann Halli okkar með gítarinn. 

21-IMG_9014

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og einhver er ómissandi þá er það Gummi Hjalta, þessi elska.  Hann stóð ekki út úr hnefa þegar hann vildi fá að syngja með okkur hljómsveitinni á jólaböllunum í gamla daga, og hann er enn að. 

 

22-IMG_9019

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við eigum margar hæfileikaríkar söngkonur og þessi skemmti okkur í gær með sínum fallega söng. 

24-IMG_9027

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér með Óla er Stefán Örn Stefánsson "leikstjórinn" sem reif hár sitt og skegg yfir dreyfbýlistúttunum sem hann var að leikstýra í leikritinu. Svona myndi aldrei gerast fyrir sunnan. hahaha

25-IMG_9031

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hér er ein leikkonan "tryppið" sem gat ekki verið kyrr á sínum stað og minnti okkur mjög mikið á  Laufey.  En það var margt í þessu leikriti sem minnti okkur á okkar upplifun af leikstússi úti á landi, til dæmis kom Sagan af Wasco oft upp í hugann af ýmsum ástæðum.  En þar var leikstjórinn Helga Hjörvar, en þýðandinn var eiginmaður hennar Úlfur Hjörvar og það komu einmitt svona eitt og eitt blað inn á æfingar, en eins og "formaður leikhópsins" sagði; það gerir verkið bara meira spennandi ef við vitum ekki hver er morðinginn hahahaha

En núna sem ég skrifa þetta niður fylgist ég með þröstunum sem hamast við að færa björg í bú.  Það er þeir eru að byggja sér hreiður úti í garðskálanum mínum, því þar er jú þakið rofið, og ég get ekki sagt þeim að þegar við höfum til þess tíma og fjármagn muni þakið verða endurbyggt, hvað þá að ég geti sagt þeim að kötturinn sé hér og fylgist með af áfergju.  Það verðu bara að bíða síns tíma. 

3-IMG_8939

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þeim finnst svo  notalegt að sitja og skoða sig um, en mesta aðdráttaraflið er samt vínberin sem ekki voru týnd í haust, nú gera þeir sér gott af klösunum sem reyndar eru ekki í sínu besta ástandi en allavega sælgæti fyrir þess orkubolta.

4-IMG_8940

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já lífið er dásamlegt. smile

26-IMG_9036

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta sem Þröstur situr á er Jukkan mín sem var svo falleg en er nú hálf dauð ef ekki alveg, vona samt að hún komist á skrið í vor.  En það er ekki hægt að segja að Þröstur kallinn sé vannærður. 

27-IMG_9037

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eins og stendur eru þessar elsku mesta lífið í kúlunni.  Og dásamlegt að fylgjast með þeim.  Og ef ykkur finnst þetta umræða væmin þá er það eingöngu vegna þess að ég er á væmnisstigi eftir gærkvöldið að hitta svona marga af mínum gömlu vinum og svo að í kvöld ætla ég að hitta nokkrar af mínum elskulegu Sokkabandssystrum og við ætlum að borða saman og skemmta okkur.  Þannig að ... hvað er ég að tala um væmni?  Væmni er fundinn upp af fólki sem þolir ekki tilfinningar kiss

En svona er þetta bara.  Takk elsku LL félagar nær og fjær og takk allir fyrir að vera til.  Það eykur gildi lífsins að vita af svo mörgu vænt um þykjandi fólki þá verður heimurinn þrátt fyrir allt betri en halda má eftir fréttum.  Eigið góðan dag elskurnar mínar ég er floginn á vit kærleikans. 

 


Bloggfærslur 26. apríl 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31            

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.3.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 24
  • Frá upphafi: 2020555

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 19
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband