Fjör í Kúlunni.

Já þetta er frábær skemmtun, og bæði ég og minn maður höfum spilað þarna og líka Úlfurinn okkar.  Og núna er aftur hlátur og skemmtilegheit í kúlunni, því hingar eru komnar þrjár hressar stelpur til að upplifa Aldrei fór ég suður, og von á tveimur í viðbót á morgun.  Ég elska þetta fallega unga fólk sem er í kring um mig, bæði barnabörnin og þau öll hin sem eru í kring um mig.  Þau eru framtíðin og þau eru bara svo heilbrigð og frábær.  Við eigum sko ekki að hafa áhyggjur af framtíðinni með allt þetta fallega og yndislega fólk.  

 

IMG_8928

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tilbúnar í djammið flottar stelpur, ein þeirra dóttir vinkonu minnar út Garðyrkjuskólanum.  Og það er bara gleði og hlátur í kúlu þessa Páska eins og alltaf. 

 


mbl.is Aðalfjörið fyrir vestan
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Píratar og stjórnmálamenn framtíðarinnar.

Ég tek alveg undir þessi orð Helga Hrafns.  Það gerðist eitthvað í þjóðarsálinni loksins.  Og það er afar ánægjulegt.  Og vissulega er krafan um lýðræðisumbætur sterk, en það er ekki bara það, heldur er fólk farið að fá upp í háls atferli fólksins sem valið hefur verið valið til að stjórna landinu mörg mörg undanfarin ár.  Lygarnar óheilindin og klíkuskapurinn er orðin yfirþyrmandi, en það er líka annað sem sennilega vegur þyngra og það er spillingin sem er farin að vera ansi grímulaus.  Hér áður gátu menn falið hana og þaggað niður, það er ekki hægt lengur vegna netsins.  Og ekki síður vegna blaðamanna sem standa undir nafni.  

Hyglun stjórnvalda til nokkurra útvaldra vina og vandamanna, og ég er ekki bara að tala um núverandi stjórnvöld heldur nær þetta langt aftur. 

Ég held meira að segja að ég viti hvenær vakningin byrjaði, það var þegar Ómar Ragnarsson labbaði með 12 þúsund manns niður Laugaveginn.  Það vakti fólk til umhugsunar um hvað hægt er að gera í krafti fjöldans.  Þó ekki tækist að koma í veg fyrir Kárahnjúkavirkjun er ég viss um að fólk hugsaði sig tvisvar um áður en lagt var í álíka eyðileggingu á landinu okkar fagra. 

Svo þegar farið var að koma saman á Austurvelli þá var það eiginlega beint framhald af þessari göngu.  Það er mín sýn allavega. Bókin hennar Margrétar Tryggva og Hreyfingin sem opnaði glugga út úr Alþingishúsinu hvar líka sterkur leikur.  

Ég vona að að þessi þróun haldi áfram og styrkist.  Það sem vantar hjá okkur er að leyfa öllu fólki á landinu að njóta gæða landsins, en ekki bara fáeinum útvöldum sem komast áfram á á kostnað hinna.  Þar má til dæmis nefna sjávarútveginn, þar sem blygðunarlaust örfáir aðilar sópa til sín þjóðarauðnum.  Bankaforstjórar sem hafa meiri mánaðarlaun en verkamaður hefur á ári.  Við erum of fá fyrir svona mikla spillingu endalaust.  Enda er fólk að flýja umvörpum til annara landa vegna þess að það er búið að fá nóg.  

Þess vegna verðum við að snúa þessari þróun við. Og við getum það í krafti fjöldans, bara ef við stöndum saman og sýnum að okkur er fyllsta alvara. 

IMG_0567-1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við viljum börnin okkar heim aftur sem flúið hafa land eða telja sig ekki eiga framtíð hér lengur.  Við verðum að gera þetta núna því nú er lag, ekki í gær ogekki á morgun. 

 

Eigið góðan dag. 


mbl.is Lýðræðisumbætur vega þungt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 2. apríl 2015

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband