Borgarbúar og dreyfbýlistúttur?

Það sem ég les út úr þessari frétt er tvennt.  Í fyrsta lagi hvernig menn geta ærurænt fólk, kallað það öllum illum nöfnum eins og hómófóbíu og kvenhatara.  Guðni var ekki á þingi þegar hann lét þau orð falla, ég er þó ekki að mæla með svona persónulegum bröndurum, en eitt er að segja þá annað að birta á víðlesnum stað. Veit ekki hvort er verra.  Það er því miður þannig að fólk er farið að hugsa sig um tvisvar ef það er beðið um að standa í forsvari fyrir pólitískan flokk.  Þetta er sorgleg afstaða í þjóðarsálinni, þessi illkvittni og rætni.  

Annað sem ég hef séð er, að Reykvíkingar líta ekki á landsbyggðarfólk sem almenning í landinu.  Alveg eins og þegar "utanbæjarmaðurinn" Halldór Halldórsson gaf kost á sér í oddvitasætið í höfuðborginni.  Það heyrðust þær raddir að landsmbyggðamaðurinn Guðni ætti ekkert erindi í borgapólitíkina.  

Ég veit að svona hugsunarháttur viðgengst víða í smærri samfélögum, og jafnvel á Akureyri, en ég hélt satt að segja að svona hugsunarháttur væri ekki í höfuðborg ALLRA LANDSMANNA.  Því ég held að það sé ekki til það krummaskuð á Íslandi sem á ekki einn eða fleiri íbúa sem núna búa í Reykjavík. Veit satt að segja ekki hvor er fjölmennari bornir og barnfæddir reykvíkingar, eða fólk annarsstaðar af á landinu.  

Ég er viss um að það er fullt af góðu fólki og efnilegu sem aldrei myndi gefa kost á sér sem leiðtoga út af svona viðbrögðum.  Og þar með missum við af mörgum góðum leiðtoganum af báðum kynjum.  Þetta var auðvitað alltaf svona, en með netinu þá verða árásirnar nánari og þrengja sér inn í alla króka og kima.  Og þegar farið er að draga fram  áratuga gömul viðtöl við fólk sem þá var á menntaskóla, og láta liggja að allskonar kenndum persónunnar, þá finnst mér bara allt of langt gengið.  

Mér finnst stundum eins og Íslendingar séu illkvittnasta þjóð heimsins.  Ég verð aldrei vör við svona illgirni hjá öðrum þjóðum þ.e. hjá því fólki sem ég þekki utan Íslands, þetta er ef til vill vegna smæðarinnar og nálægðar okkar hvert við annað.   

  

Annars á maður ekki að vera tuða svona á svo fallegum degi, þegar sólin skín og vor í lofti, svo ég enda þetta bara á því að segja GLEÐILEGT SUMAR! 

632186


mbl.is Framsóknarfundi frestað
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Bloggfærslur 24. apríl 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 4
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 36
  • Frá upphafi: 2020817

Annað

  • Innlit í dag: 4
  • Innlit sl. viku: 35
  • Gestir í dag: 4
  • IP-tölur í dag: 4

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband