Ferðin til að hitta barnabörnin mín.

 Það er gott að sjá að barnabörnin mín eru glöð á ánægð á nýjum slóðum.  Þá er auðveldara að sætta sig við að þau eru ekki nærri manni en raun ber vitni. 

IMG_0122

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er líka gott að vita að börnin eru ánægð á nýjum stað og standa sig vel, Skafti minn í járnbrautarbransanum og svo Ingi með skólaakstur og umsjón með geitum bóndans sem hann leigir hjá.  En hér er um eitt stærsta geitabú að ræða á þessum slóðum.  Og ný búið að endurnýja allann stofninn, þar sem verið er að útrýma sjúkdómum úr stofninum.  

IMG_0128

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það þarf svo sem ekki mikið fyrir þessum elskum að hafa, þar sem þær ganga um í frjálsu geitahúsi, og eru vélmjólkaðar, rata vel á básana sína og finnst gott að losna við mjólkina úr júgrunum. 

 

IMG_0126

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þær hugsa þó fyrst og fremst um að fá að éta og sumar hanga vel á roðinu smile og ætla ekki að gefa sig alveg strax. 

IMG_0096

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þó samfélagið hér í Austfjorden sé ekki stórt, þá er þar öflugt félagslíf bæði hjá börnum og fullorðnum.  Fótbolti, sund og körfubolti sem þó er í Örsta, en þetta litla samfélag býr við orkuverið Tussu, sem hefur byggt litla upphitaða sundlaug og leikfimiaðstöðu, þar sem heimafólkið fær bara lykilinn og getur notað aðstöðuna eins og það vill.  

 

IMG_0085

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er líka tónlistakennsla.  Og litla skottan mín er voðalega efnilegur blásari.

unnamed 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kveðjustund í Austfjorden.  Við gátum tekið næturrútuna frá Inga til Gardemoen.

24-IMG_0190

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Beðið eftir rútunni.  

Við fórum með næturrútu frá Inga Þór, rútan stoppar bara rétt hjá þar sem hann býr, við álitum að það væri best að taka bara rútuna frá Austfjorden til Gardemoen, við myndum hvíla okkur í rútunni og kæmum á flugvöllin í tæka tíð til að innrita okkur í flugið til Vínar, og það stóð heima. Enginn ös, og gátum fengið okkur að snæða á flutvellinum.

 Það er notalegt að þurfa ekki að standa í biðröð og komast greitt og vel alla leið, án þess að þurfa að hlaupa að útgangnum, það hefur þó komið fyrir.  

IMG_0397

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var gaman að hitta stubbinn.  

Það er mikið að gera á hestabúgarðinum hjá Báru og Bjarka. En eins og með hin barnabörnin var yndislegt að hitta þau aftur. Og taka þátt í lífi þeirra smá tíma. Þarna vinnur afskaplega yndæll maður frá Rúmeníu, hann á fjölskyldu í Rúmeníu, en vinnur hjá Báru og Bjarka, hann fær um 1000 evrur á mánuði, en heima í Rúmeníu eru mánaðalaunin 200 evrur. Hann ætlar að vinna þarna í þrjú á og þá getur hann keypt sér einbýlishús heima hjá sér. Það er hans draumur.

 2-IMG_0433

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Lutzío er afar ánægður með að vinna á búgarðinum og hlakkar til að geta keypt sér hús eftir 3 ár.  En það mun kosta 30.000 evrur.  Er ekki allra draumur að koma þaki yfir höfuðið?  Sumir fá slíkt tækifæri aðrir ekki. 

Ég gat lokið við bókina þarna, meðan börnin voru í skóla og leikskóla. Það var heldur ekki ónýtt að fá aðstoð frá Báru.

3-IMG_0341

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Afi og Stubbur að leika sér í sandkassa.

17-IMG_0335

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hann er algjört töffari þessi stubbur. 

 

10-IMG_0322

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tekur kisurnar eingum vettlingatökum heldur laughing

 

5-IMG_0407

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það voru litlu jólin hjá Ásthildi þegar við vorum þarna, og hún söng með krökkunum í bekknum sínum við opnunina, þau höfðu svo gert allskonar fallega muni sem voru svo seldir í veislunni. 

28-IMG_0415

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessir hressu krakkar voru farnir að láta gestina bjóða í, af því að þau virtust ætla að sitja uppi með einhverjar vörur.  En þarna var margt fallegt, eins og aðventukransar, fuglahús og lítil jólatré, allt búið til af krökkunum. 

12-IMG_0402

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo voru seldar veitingar, hér var hægt að kaupa kökur og kaffi, en í annari kennslustofu var hægt að fá sér bjór eða áfengt jólaglögg, það þykir ekkert tiltökumál hér í Austurríki við svona tækifæri. Get ekki ímyndað mér lætin sem myndu verða yfir svona heima.  En auðvitað var enginn drukkin, og það voru bara foreldrarnir og ömmurnar og afarnir sem fengu sér í tána. 

1-IMG_0227

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er Jón Elli í leikskólanum sínum.  

25-IMG_0230

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og við afi sóttum hann, oftast þó afi.  Og hann labbaði líka með Ásthildi í skólann á morgnana, af því að það var gönguátak í gangi þar. 

21-IMG_0241

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kósý eftirmiðdagur hjá okkur. smile

4-IMG_0359

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum að hugsa um að skella okkur til Vínar til að skoða jólamarkaðina, en hættum við, fórum bara til Eisenstadt í staðinn, það er höfuðborg Burgenlands.  Hér má sjá innganginn að höllinni, þetta voru hesthúsin í gamla daga, en nú eru þarna pizzastaðir og verslanir. 

6-IMG_0372

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er höllin.  Borgin er líka kölluð Haydnborg, vegna þess að Haydn er héðan, hér er safn og gistihús, kaffi og fleira með nafninu hans. 

18-IMG_0360

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það er búið að planta stjúpunum núna, en það eru haustblóm hér í Austurríki, plantað út á haustin. Þessar dökku þústir í grasinu eru eftir moldvörpur, eitthvað sem við höfum ekki hér ennþá hvað sem verður.

19-IMG_0371

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í Eisenstadt voru menn í óðaönn að opna jólamarkaðina sína, þessi litlu skemmtilegu hús við göngugötuna, það var ekki búið að opna, en ilmurinn af kanil og kökum voru yfir öllu. 

22-IMG_0365

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Elli malar í símann á aðaltorginu í Eisenstadt, við vorum að leita að matsölustað.  

11-IMG_0353

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þau voru fljót að átta sig á því að það var hægt að horfa á myndir í tölvunni hennar ömmu laughing Og þar var óvart einn diskur í sem Jón Elli vildi mikið horfa á. 

9-IMG_0224

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var líka verið að skreyta miðbæinn í Steinbrunn litla þorpinu sem Bára mín býr í. 

7-IMG_0380

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þessi flotti aðventukrans úr blómum. 

Og hér eru stelpurnar að máta föt sem þær fengu frá Ólöf Dagmar, Hanna Sól er orðin svo mikil skvísa að hún var mjög ánægð með fötin og ekki síður Áshildur.  

29-IMG_0198

7-IMG_0378

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 Við skelltum okkur á kínverskan veitingastað á hlaðborð, sem var afar gómsætt. 

27-IMG_0441

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En tímin leið og svo kom að því að fara að halda heimleiðis. 

Við komum við í Gasometer í Vín og fórum á kínverskan matsölustað þar sem er uppáhaldsstaður Ásthildar, Running Sushi.

13-IMG_0439

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maturinn kemur á færibandi, í litlum skálum, súshi og allskonar kínamatur kökur og nammi, minnir að skálin kosti 1 evru og svo eru skálarnar taldar þegar maður gerir upp.  

14-IMG_0446

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það hefur greinilega margt breyst í Gasometer síðan Bára bjó hér, ýmsir staðir lokað, svo sem ísbúð sem þarna var, og grískur veitingastaður, en allt er jú breytingum háð.  

 

Þar sem ekki er beint flug frá Vín til Keflavíkur á veturna, ákváðum við að kaupa okkur far til London með Easy Jet, ódýrasta flugið. Málið er að til að fá að komast með flugvélinni, þurftum við að bóka okkur inn á netinu og prenta út bording miðana. Bára aðstoðaði okkur með það. Við lendum á Gatwick flugvelli sem er talsvert utan við miðborginni.

En sú saga verður sögð næst. Vona að þið hafið haft gaman að þessari ferð með mér og hitta aftur ungana mína.  En það var margt skrýtið og skemmtilegt að sjá í Londin.  

Eigið góðan dag elskurnar. 


Bloggfærslur 5. desember 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (25.4.): 2
  • Sl. sólarhring: 7
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 2020815

Annað

  • Innlit í dag: 2
  • Innlit sl. viku: 33
  • Gestir í dag: 2
  • IP-tölur í dag: 2

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband