Að skjóta sendiboðann.

Að skjóta sendiboðann. 

Stjórnarflokkarnir eru orðnir uggandi yfir umræðunni í samfélaginu. Þeim finnst að sér vegið, en í stað þess að líta í eigin barm finna þeir sér sökudólg "Ríkisútvarpið".  

Ég skal alveg viðurkenna að á stundum meðan norræna velferðarstjórnin réði ríkjum fannst mér fjölmiðillinn draga of mikið taum hennar í sumum málum, eins og til dæmis í ESB málinu og ýmsum öðrum málum.  Sem segir að til að fjölmiðill virki þarf áherslan að vera til hægri í vinstri stjórn og til vinstri þegar hægristjórn ríkir.  Þegar ég er að tala um hægri og vinstri er ég að vísa í fjórflokkinn, hann er að vísu hvorki hægri né vinstri og áherslurnar frekar líkar ef út í það er farið.  En þetta var útúrdúr. 

 

10631_hrutar2

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sem sagt í stað þess að líta í eigin barm og skoða hvort ástæður séu fyrir fréttaflutningum er ríkisútvarpið gert að blórabögli og nú skal höggva í þann knérunn svo eftir er tekið. 

En þetta var raunar byrjað fyrr, eru menn nokkuð búnir að gleyma hótun Vigdísar Hauksdóttur við síðust fjárlagagerð, þegar hún ræddi um vinstri slagsíðuna á ríkisútvarpinu og óbilgirni þeirra í garð stjórnvalda og hótaði þeim, erum við búin að gleyma þessum orðum hennar; " Ég er náttúrulega í þessum hagræðingarhópi".

Auðvitað tóku menn þessu ekki alvarlega þá en annað hefur komið á daginn. Nú á að lækka gjöldin til Rúv á þessu ári og því næsta.  Guðlaugur Þór er alharðastur í þessu með Vigdísi, enda hefur hann átt í útistöðum við stofnunina.  Þau vita bara ekki að flestu fólki leiðist hefnigjarnir, reiðir pólitíkusar.  

En hvað er það sem fer svona fyrir brjóstið á ríkisstjórninni?

Jú það sem kallað er aðför að forsætisráðherranum. Hann hefur ítrekað lýst sig fórnarlamb í umræðunni.  Og vissulega hefur umræðan verið óvæginn á köflum en mest í kommentakerfum blaðanna en ekki á RUV.  Hann hefur reyndar gefið oft færi á sér svo almenningur undrast, eins og að láta sér detta í hug að skrópa í vinnunni þegar alvarlegar umræður eru um fjárlagafrumvarpið á alþingi.  Og tilefni jú konan átti fertugsafmæli.  

Í hugum flestra eru fjörutíu árin bara ekkert svo merkilegur atburður í lífi manna, hvað þá að það sé tilefni til að laumast burtu í utanlandsferð.  laumast segi ég því það hefur komið fram að hvorki stjórnarandstöðumenn né þingforseti vissu af þessu, þó stendur skýrt í reglum um setu á alþingi að það þurfi að fá leyfi til að fara í frí og þá þurfi eitthvað mikilvægt að liggja að baki.  

En það er fleira sem vefst fyrir fólki, til dæmis að honum skyldi detta í hug að það yrði ekki frétt að hann hefði á síðasta starfsdegi sínum ráðstafað embætti lögreglunnar frá Suðurkjördæmi í sitt eigið kjördæmi, þó unnið hafi verið að því um tíma að embættið yrði í Suðurkjördæmi, bæta síðan gráu ofan í svart með því að segja að þar gæti misskilnings í fréttamennskunni.

Eða þegar upplýsingafulltrúi hans reyndi að hafa áhrif á fréttaflutning Grapewine.   

http://www.visir.is/upplysingafulltrui-rikisstjornarinnar-vildi-ad-grapevine-breytti-frett-/article/2014141219589

Það er ýmislegt fleira frá þeim bænum, en þetta er bara svona mest áberandi og von að fólk opni augu og eyru. 

 

Gamla grána

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En sennilega verður þetta ástand ekki viðvarandi, því Björn Ingi er sveittur við að kaupa upp alla fjölmiðla "án hirðis" eins og einn ágætur þingmaður kallaði sparisjóðina á sínum tíma. Mér er sem ég sjái það að ritstjóri DV láti bjóða sér að vera múlbundinn og með allar tennur úrdregnar lengi.  Núningurinn er byrjaður nú þegar, eða tóku menn ekki eftir að blaðamenn DV sem áttu undir högg að sækja við fréttamennsku í "lekamálinu" vildu láta mál þeirra og Þóreyjar fara í dóm en eigandinn ekki.  Ritstjórinn sagði líka opinberlega að hann hefði vilja ljúka málinu fyrir dómi.  'Eg giska á að fljótlega eftir áramótinn verði DV orðið eitt í rullunni Eyjan.Pressan.DV.is. Og þá hefur skapast rúm fyrir nýtt málgagn.  Það er nefnilega ekki hægt að stjórna umræðunni eða svínbeygja hana í því samfélagi sem við lifum í dag, með alla þá upplýsingatækni eins og internetið.  Risaeðlurnar verða að fara að skilja að það er einfaldlega ekki hægt þá er betra að líta í eigin barm og skoða hvort ekki sé rétt að friðmælast við almenning og gleyma hrokanum og innleiða auðmýkt gagnvart þjóðinni. 

 

aparnir þrír

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Að skoða sinn eigin hug er dyggð sem við ættum að temja okkur.

En það eru fleiri sem hafa látið frá sér fara orð sem ekki hafa fallið í kramið.  Illugi sagði til dæmis að Stjórnarskrármálið hefði verið tóm vitleysa.  

 

http://www.dv.is/frettir/2014/12/11/illugi-stjornarskrarmalid-tom-vitleysa-sem-kostadi-mikid/

Þetta er blaut tuska framan í fólk sem lagði mikið upp úr því að fá fram nýja stjórnarskrá, með allir þeirri óeigingjörnu vinnu og fagmennsku sem þar var.  Svona segja menn einfaldlega ekki, það má hugsa svona en ekki segja upphátt ef menn vilja ekki lenda milli tannanna á fjölmiðlum. 

 

Það þarf ekki að ræða Lekamálið, sem var upplýst fyrir þrautsegju tvegga blaðamanna á DV, ætli þeir verði ekki látnir taka pokann sinn nú þegar blaðið er orðið að málgagni Framsóknarflokksins?

Kristján Þór lætur hafa eftir sér að hann "trúi því ekki að læknar fari að segja upp".

 http://www.dv.is/frettir/2014/12/12/eg-trui-thvi-ekki-ad-thad-komi-til-thess-ad-laeknar-muni-segja-upp/

Ég veit ekki hvort hann er svona naív eða þetta bara hafi sloppið út áður en hann hugsaði.  En þetta er heilbrigðisráðherrann okkar en ekki einhver "dude" út í bæ.  Þetta kallar auðvitað á viðbrögð.  Hann virðist ekki gera sér grein fyrir því að allann tímann er ríkisstjórninn búin að strjúka þessum starfshópi öfugt, bæði með áhugaleysi á að leysa deiluna og með yfirlýsingum um að þeir hafi sko nógu há laun.  Þeir virðast ekki gera sér neina grein fyrir því að einmitt þessi hópur er einn af þeim sem getur allstaðar í heiminum gengið inn í vellaunuð störf vegna menntunnar sinnar.  

Hvers vegna í ósköpunum ættu þeir þá að húka hér yfirkeyrðir af vinnu með fleiri hundruð næturvinnutíma, þegar þeir geta haft það miklu betra annarsstaðar.  Á að höfða til þjóðerniskenndar?  Það virkar ekki þegar þessir menn eiga sína eigin þjóð, þ.e. fjölskylduna börnin sem sjá ekki pabba sinn svo vikum og mánuðum skiptir.  Ráðamenn virðast ekki sjá fram úr sínum eigin hugarheimi, og virðast telja að allt eigi bara að vera eins og þeir vilja.

 

Flutningur fiskistofu til Akureyrar er eitt dæmið um óbilgirni stjórnvalda, þar er ekki hlustað á eitt eða neitt en af hverju ekki fara alla leið og færa fiskistofuna í Skagafjörðin þar sem húsbóndinn býr?

 

thb_IMG_0465

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hallalaus fjárlög segir fjármálaráðherrann.  Alveg sama þó landið og miðin fari á hliðina þá skulu fjárlögin verða hallalaus.  Þó fólk flýji land, heilbrigðiskerfið sé komið út fyrir síðasta söludag og auðnin ein blasi við, þá skal áfram harkað á hallalausum fjárlögum.  Fyrir mér er það að verða svona eins og Skjaldborgin hennar Jóhönnu og Ekkert ESB, ekki AGS og Ekkert Icesave hjá Steingrími.  

Ekki tók betra við þegar Vilhjálmur Bjarnason gaf það út að það væri til hagsbóta fyrir alla að afnema vörugjöld á heimilistæki, þá gætu hinir "fátæku" keypt gamla dótið af fyrirmönnunum.http://eyjan.pressan.is/frettir/2014/12/12/ollum-til-hagsbota-ad-hinir-efnaminni-kaupi-notud-heimilistaeki-af-hinum-efnameiri/?fb_comment_id=fbc_868195403243915_868221469907975_868221469907975#f339241df8  

 

521747_10202267590039596_1830625205_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og allt þetta eftir að stjórnvöld lækkuðu veiðigjöldin og ráðgera að færa sægreifunum auðlindina í að minnsta kosti 20 ár eða meira.  Nær væri að innkalla allann kvóta og leigja síðan út kvóta eftir veiðigetu.  Það má finna réttláta leið til að þeir sem sannanlega keyptu kvóta fái ívilnun á leigu þangað til þeir hafa endurheimt það sem þeir lögðu í kaup.  Þá myndi skapast svigrúm til að auka strandveiðikvóta, jafnvel setja fasta kvóta á sjávarbyggðirnar sem aftur á móti myndi auka hagvöxt í þeim sem myndi síðan flæða um allt Ísland.  

Allar milljarða afskriftirnar hjá ríka fólkinu, meðan lítið er hægt að gera fyrir almenning í landinu, er svo ekki heldur til að auka hróður stjórnarinnar. 

Ég held að þó þessari ríkisstjórn með Vigdísi Hauksdóttur og Guðlaug Þór í fararbroddi takist að lama ríkisútvarpið að einhverju leyti tímabundið, þá verði það þeim sjálfum að fótakefli, vegna þess að það vill nú svo til að það er alveg sama hvar menn eru í sveit settir í samfélaginu og hverjum sem þeir hugnast þá vilja flestir hafa sterkt og öflug ríkisútvarp og frekar bæta í en hitt.  Ég sakna til dæmis ennþá RuvVest og landsbyggðastöðvanna um allt land, þar sem hlúð var að því sem er í nærumhverfinu.  Eins og er snýst þetta meira um Reykjavík og höfuðborgarsvæðið.  Því þarf að breyta. 

 

skjaldarmerki

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eigið góðan dag elskurnar, ég er farin inn í kirkjugarð með ljósakross fyrir drenginn minn, áður en óveðrið skellur aftur á.


Bloggfærslur 13. desember 2014

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 4
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 32
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband