Er ekki bara komið að leiðarlokum í þessum málum? Er þetta eitthvað sem við sem þjóð getum sætt okkur við.

Gaman að sjá svona skemmtilega úttekt á MBL.  Minnisleysi og misskilningur er svo sannarlega við hæfi í þessari grein.  Þetta er hallærislegra en tárum taki.  Og ef þetta fólk virkilega heldur að við pöpullinn trúi þessu í alvöru, þá sýnir það bara hve langt í burtu frá almenningi þetta fólk er komið.  

Sem betur fer er fólk til sem hrærist meðal almennings, og núna er til dæmis fylgingsaukning Pírata til marks um það.  En það eru fleiri þarna úti sem hugsa þannig, til dæmis Dögun flokkur um réttlæti sanngirni og lýðræði sem ætlar að bjóða fram í næstu kosningum.   

http://www.xdogun.is/stefna/

Ef við virkilega viljum breytingar þá leggjum við þessum flokkum brautargengi, sem hafa hreint borð og vilja fá að spreyta sig með nýju siðferði og nýjum áherslum. 

Hér er til dæmis enn einn fundur Dögunar um þjóðarmál. 

https://www.facebook.com/xdogun/? Fundur um lífeyrissjóði. 

En mér finnst eins og við sem viljum réttlæti, sanngirni og lýðræði séum sífellt að fá kjaftshögg, sumt sem við höfum haft ávæning af, önnur sem koma okkur algjörlega á óvart.  Leyndarhyggja, svik við landsmenn og hvernig þeir sem hafa einhver efni geta haft geð í sér til að koma sínu fé undan til að þurfa ekki að standa skil á sínu gagnvart samfélaginu.  Þetta hefur viðgengist árum saman því miður, og meðan þetta fólk veit ekki aura sinna tal er fólk þarna úti sem á ekki fyrir mat, á ekki fyrir lyfjum, frestar að fara til læknis og á yfir höfuð ekkert til skiptanna.

Hvernig getur þetta fólk horft framan í almenning vitandi að það er að svíkja og stela og hygla sjálfum sér, og ekki bara með smáræði heldur milljarða, sem það hefur í raun ekkert við að gera. Fólk fer ekki yfir gröf og dauða með þessa peninga, og enginn veit í raun og veru hvenær kallið kemur, sumir eiga ekki einu sinn fyrir útförinni sinni.  En þetta fólk grefur gullið sitt á Tortóla og sambærilegum skattaskjólum.  Og eigum við svo að annast þetta fólk í ellinni, eða hjúkra þeim þegar þau þurfa á því að halda?

TISA-skjámynd-á-fundi1

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég ákvað að veita Dögun starfskrafta mína, flokkurinn hefur undanfarið haldið mjög þarfa fundi um þjóðþrifamál, hér er til dæmis opinn fundur um Tisamálið og þeir hafa verið fleiri fundir frá flokknum, og nú næst mun vera haldinn opinn fundur um lífeyrisstjóði landsmanna, ekki vanþörf á í ljósi nýjustu upplýsinga.

mynd01

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ef við virkilega viljum breytingar, þá verðum við að treysta nýjum öflum að taka yfir, það er orðið löngu ljóst að þeir flokkar sem hafa ráðið öllu hér undanfarna áratugi hafa ekkert meira að leggja til.  Við eigum rétt á að fá sanngirni lýðræði og réttlæti leitt til hásætis.  Treystum nýjum öflum til góðra verka alla vega gefa þeim tækifæri á að sanna sig.  

Það er alveg ljóst að þjóðin vill breytingar, en hún er ef til vill afskaplega óræð um hvernig ber að snúa sér.  Eina leiðin er að treysta góðu fólki til að gera sitt besta.  Gefa nýjum leiðum tækifæri.  

Er ekki komin tími til að sýna skynsemi og vera lausnarmiðuð en ekki endalaust treysta fólki sem svo reynist bara alls ekki vera traustsins verð?  Bara spyr.  smile


mbl.is Minnisleysi og misskilningur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Um komandi forsetakosningar og önnur mál.

Í upphafi kaus ég ekki Ólaf Ragnar til forseta.  Ég kaus sýslumanninn sem hafði unnið hér og var sómakær maður og góður Pétur Hafstein.  Ætlaði reyndar að kjósa Guðrúnu Pétursdóttur en hún dró framboð sitt til baka.

En ég sætti mig við niðurstöður kosninganna.  Þessi ágæti maður sem fékk að sverja eið á alþingi við drengskap sinn en ekki biblíuna, af því að hann trúði ekki á hana, fór allt í einu að sækja kirkju og setja sér önnur mörk.  Held að Ólafur Ragnar hafi þarna unnið vegna sinnar yndislegu konu Guðrúnar Kartínar Þorbergsdóttur sem var bæði falleg og flott.  

En eftir að Ólafur fór að virkja neitunarvald forseta, bæði í fjölmiðlalögunum og ekki síður Icesaveg, þá fyrirgaf ég honum þetta allt og hef svo sannarlega kosið hann síðan þá.  Lagt mitt af mörkum til að hann mætti sitja áfram, og með sína yndislegu núverandi konu sem mér líkar afskaplega vel við, falleg og góð sál.

 643909

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sannarlega verðugir og flottir fulltrúar landsins okkar. 

Eftir að forsetinn ákvað að gefa ekki kost á sér í embætti aftur, fór fríður flokkur manna að bjóða sig fram, svo margir að mörgum þótti nóg um.  

Þegar forsætisráðherra rauk til Bessastaða til að reyna að knýja fram þingrof á mjög svo hæpnum forsendum, og forsetinn hafnaði því, sem reyndar var þannig að hann gat ekki framkvæmt slíkt varð ég frekar hugsi.

Því þá byrjaði hann á að ræða við samstafsmenn forsætisráðherra og gaf þeim vald til að halda áfram, þrátt fyrir að met fjöldi íslenskrar alþýðu hafði mætt á Ausurvöll og um land allt og farið fram á nýjar kosningar og þessi ríkisstjórn færi frá. 

Hann sagði í einu orðinu að hann hlustaði á fólkið í landinu, en jafnframt brást hann því sama fólki með því að virkja sömu stjórn til að halda áfram. Þótt honum ætti að vera fullljóst að það var ekki það sem fólkið var að biðja um, áframhaldandi slímseta Framsóknar og Sjálfstæðisflokks, og þrátt fyrir að bæði fyrrverandi forsætisráðherra, fjármálaráðherra og innanríkisráðherra væru tengd skattaskjólum.  

Þó svo að ég hafi lengi dáðst að forsetanum, svo ég tali ekki um forseta frúna, og talið að þau væru alþýðleg og þjónandi þjóðinni, þá var þessi aðgerð forsetans mér algjört áfall.  

Nú situm við uppi með ríkisstjórn, gjörsamlega rúna trausti þjóðarinnar, en ætlar sér að sitja áfram, og setja allskonar skilyrði, sem brjóta algjörlega í bága við það sem þjóðin er að kalla eftir.  Fjármálaráðherra sem hefur orðið uppvís að því að eiga peninga í skattaskjólum, núverandi forsætisráðherra sem hefur lýst því yfir að hann sjái ekkert athugavert við að forráðamenn þjóðarinnar nýti sér slíkar trakteringar, og þessir menn ætla sér virkilega að taka til og hreinsa málin.  

Hvað eigum við almenningur að hugsa? Finnst fólki þetta í alvörunni í lagi? Ekki mér.

En það sem ég byrjaði á og vildi koma að er að, í þetta skipti mun ég ekki kjósa Ólaf Ragnar sem forseta.  Það sem hér hefur gerst hefur sýnt mér að því miður er hann ekki að hugsa um þjóðina eins og hahn hefur alltaf sagt heldur er hann í einhverskonar vegferð sjálfum sér til handa til að sitja áfram allavega eitt kjörtímabil í viðbót.  Það er ekki ásættanlegt fyrir mig.

Ég sagði hér einhversstaðar að ég ætlaði að veita Elísabetu Jökulsdóttir mitt atkvæði, það var áður en framboð Ólafs kom fram, mér finnst Elísabet frábær kona og það hefði verið gaman að fá hana á Bessastaði með allskona heimilisdýr og leiktæki.  En nú er allt breytt og það gengur bara ekki að vera kúl. 

Við þurum að sameinast um frambjóðenda sem getur skákað forsetanum, og ég segi þetta með sorg í hjarta.

Fyrir mér koma tveir einstaklingar sterkt til greina, það eru annars vegar Sturla Jónsson og hins vegar Guðni Th.  Þessir menn eiga sér stað í hjörtum fólks.  Mér finnst reyndar Andri Snær frábær manneskja, en ég held að hann hafi ekki bolmagn í Ólaf.

sturla_k-listi.width-900

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sturla er afskaplega duglegur einstaklingur, heilstepyptur og er búin að berjast við kerfið á alla lund, lesa sér til um lagabókstafi og hefur svo sannarlega komið höggi á kerfið svo eftir hefur verið tekið.

317044_356275927813220_1509590006_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Guðni Th. er húmoristi klár maður og vel að sér í allskonar stjórnsýslumálum.  Hann á reyndar raunhæfa möguleika á að vinna þetta stríð.  Hann hefur reyndar ekki gefið kost á sér ennþá en er undir feldinum góða og hugsar sitt ráð.  Ég ráðlegg honum að taka slaginn, það eina sem gerist ef allt fer á versta veg að hann tapar slagnum.  En er það ekki málið, við verðum alltaf að taka áhættuna?

Nú hafa flokksbræður Donalda Trump tekið höndum saman um að reyna að komast hjá því að hann verði forsetaefni Rebublicana í BNA.  Þetta er auðvitað ekki sambærilegt, því Ólafur Ragnar á það ekki skilið að vera líkt við þennan angurgapa.  En sam, ef við viljum breyta ástandinu, þá þurfum við að gera okkur grein fyrir hvort við viljum hafa hr. Ólaf Ragnar áfram, eða hvort við viljum breyta. Þá þýðir ekki að kasta atkvæðum okkar á glæ, (ömurlega orðað hjá mér) þá þurfum við að ákveða haða frambjóðendi hefur bestu möguleika á að vinna, og kjósa samkvæmt því. 

Ég er eiginlega með kígju yfir þessari færslu minni, en þannig er þetta bara.  Við lifum á tímum þar sem breytinga er þörf á allan máta.  Og að vera með forseta sem raunar er flottur karl, en sem vill viðhalda gamla systeminu er ekki ásættanlegt.  Hér þar nýja tíma, nýja hugsun og nýjar væntingar. 

 


Fíflaskapur og reddingar fyrir horn skila engu.

Mikið óskaplega langar þá til að halda völdum alla saman, þeir fórna mannorði sínu og reisn bæði sjálfstæðismenn og framsóknarmenn. 

Það er að vísu skiljanlegt að fólk þori ekki að treysta þeim sem voru við völd í síðustu ríkisstjórn.  Það ber hæst ótti fólks við að ef þeir komast að verði umsóknin um Evrópusambandið sett á oddinn.  Það gæti svo sem alveg gerst, og skýrir af hverju Samfylkinginn er í frjálsu falli. 

En erum við menn eða mýs?  

Að láta hafa sig og heila þjóð að fíflum vegna eins manns er að mínu mati frekar hrikalegt.  

 

Ég er nokkuð viss um að þetta mál er ekki búið, mótmæli munu halda áfram og af meiri þunga eftir því sem þessi langavitleysa heldur áfram. Þessum mönnum er fyrirmunað að skilja hvað er í gangi, eins og ummæli Bjarna Ben sýna, að landinu verði ekki stjórnað með mótmælum. 

Því verður heldur ekki stjórnað með heimskulegum og skammarlegum redderingum fyrir horn eins og verið er að reyna núna.   Og það verður fróðlegt að sjá þegar vantrauststillagan verður borin fram hver raunveruleg reisn meirihlutans er, hvort þau í alvöru ætli að leggja æru sína undir.  

 

Fyrir utan að vera orðin að athlægi heimsins þá er þetta ástand óþolandi.  


mbl.is Hvar liggur misskilningurinn?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Það er að æra óstöðugan.....

Dagurinn í dag hefur verið vægast sagt furðulegur.  Þjóðinn stendur á öndinni og veit ekkert í sinn haus. 

Ég segi fyrir mig að margt af því sem sagt hefur verið og rætt um, hefur skýrt ýmislegt fyrir mér, svo sem eins og að bæði sjálfstæðismenn og framsóknarmenn eru hópsálir.  Þeir hafa ekki getað sagt neitt fyrr en þeir hafa haft tækifæri til að ræða við foringja sinn.  Hvað með að þingmenn eru kjörnir á þing til að vinna að þörfum landsmanna og þeir séu eingöngu háðir sannfæringu sinni?  Það er nú aldeilis ekki að sjá í þessu.  Þeir hafa þagað og þraukað í allann dag af því að þeir hafa ekki getað rætt málin og komið sér saman um sögur til að segja okkur, ja svei því bara.

Guðlaugur Þór talaði af mikilli "alvöru" um að það sem þyrfti að gera fyrst og fremst væri að hugsa um hag þjóðarinnar. Ja svei, hvenær hefur þessi styrkþegi hugsað um hag almennings? Höfum við orðið var við það þau ár sem hann hefur setið á þingi?

Sama með framsókn, þeir hafa ekki getað tjáð sig um eitt eða neitt, því forsætisráðherrann, foringinn hefur verið á þeytingi til og frá, aðallega til að hlaupa frá fréttamönnum, þegar hann hefur ekki verið að vísa lögreglunni á þá, eða hlaupa inn til forsetans og hingað og þangað, með glott á vör og loforð um að tala við fréttamenn síðar.  

 

Vita þessir menn ekki að fréttamenn eru spegill þeirra út á við til almennings? Þeim ber að flytja okkur fréttir af því sem er að gerast, sérstaklega á ögurstund.  Og ég verð að segja að Rúv hefur staðið sig ótrúlega vel í allann dag við að flytja fréttir, og gera það svo faglega og vel að aldrei var dauð stund.  Kærar þakkir RUV. 

Svo loks eftir dúk og disk berast fréttir af að forsætisráðherrann ætli að stíga til hliðar.  Og undirsátar hans eiga ekki orð til að lýsa yfir hve mikil fórn þetta sé af hans hálfu og óeigingirni til að bjarga þjóðinni allri.  Hann hafi tekið þessa ákvörðun einn og óstuddur, reyndar eftir að hann var búin að þrautreyna að hann átti ekki alveg stuðning hjá forsetanum um að rjúfa þing og boða til kosninga.  Allt í einu var ljóst að hann þurfti að víkja, þó hans menn hafi eytt núna fleiri vikum í að telja okkur hinum trú um að hann hafi ekki gert neitt rangt og þetta væri allt risastórt samsæri RÚV og "góða" fólksins til að koma honum í koll.  

Pabbi gamli kominn í spilið líka til að verja afkvæmið, þó hann fengi good morning og good bye, enda ljóst að honum hefur misfarist í að ala upp ungann sinn alveg hrikalega. 

En svo kemur þetta: 

"Og varðandi þetta með óákveðinn tíma þá er þetta nú bara ná­kvæm­lega það sem gerðist, eins og þeir sögðu þegar þeir komu út, þá var til­lag­an þannig að það var lagt til við þing­flokk­inn að [Sig­mund­ur] stigi til hliðar og Sig­urður Ingi tæki við embætt­is­skyld­um ráðherra um lengri eða skemmri tíma, eft­ir því sem semd­ist milli flokk­anna".

Þetta var nefnilega ekkert inn í myndinni fyrr en í kvöld þegar fréttir koma utanlands frá um málið, að forsætisréðherran hafi bara alls ekkert sagt af sér, heldur falið undirsáta sínum tímabundið að sinna stöðunni. Gamalli risaeðlu sem margsinnis hefur hrært vel upp í fólki með allskonar uppákomum.  

Nú þarf ég að fá mér banana bíðið meðan ég ét hann.

Ætla sjálfstæðismenn með "hetjuna" Bjarna Ben í fararbroddi að gúddera þetta?  Ætla þeir virkilega að spila þessa lönguvitleysu til enda?  Af því að þeir þurfa að koma sínum "góðu málum" áfram.  Svo hvaða góðu málum?  koma því sem eftir er af fjársjóðum landsins til einka vina og félaga?

Afsakið en ég er bara bæði reið og sár yfir þessari andskotans vitleysu.  Og að þetta fólk haldi virkilega að við kaupum þetta?

Ykkur er fjandann sama um þjóðina, ef þið virtuð hana viðlits hefðuð þið tekið mark á yfir 20.000 manna mótmælum í gær.  Málið er bara að það er svo erfitt að yfirgefa plusslagða stólana völdin og yfirráðin.  

Nei og aftur nei.  Ég tel mig mæla fyrir munn margra með að segja að við viljum þetta ekki, við erum búin að fá nóg og lengra verður ekki haldið á þessari braut.  Við viljum ykkur frá, ekki einhverjar skítareddingar, heldur hreint borð og nýjar kosningar.  

Og þó ykkur takist að hanga eins og hundar á roði fram að næstu kosningum, þá verður fallið jafnvel ennþá dýpra þegar kemur að þeim.  Vegna þess að fólk er algjörlega búið að fá nóg af leikaraskap, væmni um hvað þið séuð mikið að hugsa um almenning( sést vel á hvernig heilbrigðiskerfið er komið, hvernig komið er fyrir öryrkjum og öldruðum og raunar öllu velferðarkerfinu)

Vona að mótmælin vaxi og dafni og verði að lokum svo hár kór að jafnvel þið og forsetinn heyri, því þetta er bara komið gott.  

Kæru landsmenn við skulum áfram láta í okkur heyra og halda áfram uns fullnaðarsigri er náð, við getum það og við viljum það.  

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


mbl.is „Má vel vera að einhverjir misskilji þetta“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Mig dreymdi draum í nótt.

Hann var skemmtilegur fyrir mig, mig dreymdi að ríkisstjórnin væri farin frá og það væri búið að kjósa aftur.

Í draumnum fengu Píratar og Dögu meirihluta atkvæða og höfðu myndað ríkisstjórn.

Þar sem í þessum tveimur flokkum er bara venjulegt fólk sem vill öllum landsmönnum vel.  Ákáðu þeir að enginn úr þeirra flokkum yrðu gerðir að ráðherrum.  Heldur yrði auglýstar stöður þeirra, og nafninu ráðherra hafði verið breytt í "stjóra".  Menntamálastjóri, heilbrigðisstjóri, forsætisstjóri og svo framvegis. 

Í auglýsingunum yrðu tiltekið um hæfi þessara embættismanna, og yrðu þeir að vera sérfræðingar í þeim málum sem ráðuneyti þeirra kvæði á um.  Það yrði vel farið yfir bakgrunn umsækjenda til að tryggja að þeir væru engum háðir.  

Meira að segja var ákveðið að forseti alþingis yrði ráðinn sérstaklega. 

Stjórarnir sætu ekki á þingi, heldur væru í sínum ráðuneytum og ynnu sín störf faglega, þeir gætu lagt fram tillögur til alþingis, en hefðu ekkert með að gera að ákveða neitt.  Það væri alfarið í höndum þingsins. 

Mér leið vel í morgun þegar ég vaknaði og ryfjaði upp drauminn.  Og ég gerði mér grein fyrir að þetta gæti svo sem alveg gerst, allt er mögulegt.  En þetta væri einungis hægt ef flokkar sem hefðu ekki þetta gamla flokksræði og göggunarröð fengu til þess umboð.  

 

Það má svo sem alveg velta þessu fyrir sér ekki satt.  smile

Og við erum sennilega eina þjóðin í heiminum sem gætu aktually gert þetta.  

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981


Kastljósþátturinn í gær.

Ég eins og margir fleiri beið spennt eftir Kastljósþætti gærdagsins.  Ég var einmitt að hugsa hvað ég væri að fara að horfa á.  Vissi ekki alveg hvernig þetta yrði gert.

En eftir þáttinn var ég bæði undrandi, sormædd og eiginlega hálf vonlaus. Þetta var svo yfirgengilegt að það var varla hægt að ná utan um allt sem þar kom fram. Allt skjalfest, unnið af fagmennsku og án æsings.  Bara staðreyndir með framlögðum skjalfestum gögnum. Hafi Jóhannes Kr. Kristjánsson og hans teymi þökk fyrir. 

Þó Sigmundur væri þarna í aðalhlutverki, þá kom mikið á óvart að bæði Bjarni Benediktsson og Ólöf Norðdal höfðu í besta falli hagrætt sannleikanum.  

Það hefur legið fyrir frá því að eiginkona forsætisráðherrans opnaði sig um eign sína erlendis, þó hún segði ekki allan sannleikann en nauðbeygð,eftir að málið komst upp, að fólk var slegið yfir þessum fréttum.  

Hvernig forsætisráðherra tókst að halda andlitinu allan þennan tíma, þó hann vissi mæta vel að upp kæmist einmitt í gær, skil ég ekki alveg.  Annað hvort hefur maðurinn stáltaugar eða hann hefur einfaldlega ekki vitsmuni til að greina málin rétt.

Hallast frekar að því síðara, því hann virðist ekki hafa neinar stáltaugar, þegar hann þorir ekki út úr bíl sínum og kallar á lögreglu þegar norskir blaðamenn bíða hans og vilja viðtal, ef eitthvað er þá er það eiginlega skammarlegra en uppákoman í Kastljósinu.  

Svo er annað mál sem ekki hefur verið mikið rætt ennþá, en það er sú staðreynd að faðir hans á miklar eignir í skattaskjólum, þá spyr ég þegar rætt er um nánustu ættingja er þá ekki verið að tala um alla nánustu ættingja?  Væntanlega mun Sigmundur erfa mikla fjármuni af föður sínum, svo það má segja að þessir peningar tilheyra honum líka, þó hann hafi ekki gert eins og eiginkonan höfðað mál til að fá fyrirframgreiddan arf.   

Ég hef lesið með furðu og undrun afsakanir og dylgjur framsóknarmanna honum til varnar.  Dylgjur um að RÚV sé að plotta málið og af hatri til forsætisráðherrans skrifað leikrit honum til vansa.  M.a. manneskjur sem ég leit upp til fyrir heiðarleika og vitrænu eins og Frosta Sigurjónssonar.  Skil betur hina dýnosaurana í ríkisstjórninni, sem eru sjálf involveruð í allskonar gamlar syndir og plott.  

Það sem er raunar fyndnast við þetta allt saman ef hægt er að tala um fyndni í þessu sambandi eru fylgismenn forsætisráðherrans sem ENNÞÁ eru að burðast við að reyna að koma því að að RÚV sé að plotta þetta allt saman.  Aldeilis meiri ítök í fjölmiðlaheiminum en ég gerði mér grein fyrir. wink 

Ég verð samt að koma því að að þrátt fyrir allt vorkenni ég Sigmundi Davíð.  Ég vorkenni honum vegna þess að hann hefur sjálfur komið sér í þessa aðstöðu, sjálfsvítin eru nefnilega verst.  

Hann hefur auk þess dregið vini og félaga ofan í vitleysuna með sér, af því að hann gat ekki komið hreint fram af auðmýkt og ósk um fyrirgefningu, heldur hefur forherst við hverja uppákomuna af annarri.  Vitandi allan tímann að þessi dagur 3. apríl yrði dagurinn sem allt kæmi upp á yfirborðið.

Ég ætla mér að mæta á fund hér á Ísafirði í Skúrnum við veitingastaðinn Húsið, þar ætlar fólk að mæta til að taka undir með fólkinu sem mætir á Austurvöll.  

Að mínu mati er krafan ekki bara að ríkisstjórnin fari frá, heldur að þessum spillingum linni og okkur auðnist að kjósa ríkisstjórn sem er bara venjulegur íslenskur almenningur, manneskjur eins og ég og þú, fólk sem lifir og hrærist í þeirri veröld sem við búum í.  Fólk sem skilur hinn almenna borgara, en ekki eintómar silfurskeiðar og gamlir skúrkar og refir sem þekkja leikina alla til enda.  Vegna þess að þeir sem voru á undan þessari stjórn voru alveg jafn mikið úti á túni gagnvar þörfum almennings og þeir sem nú stjórna.  

Það þarf að byrja upp á nýtt, stokka upp spilinn og endurreisa traust, trúnað og mannorð íslensksu þjóðarinnar sem nú er gjörsamlega hrunið gagnvart öðrum löndum.  Við erum ekki svona miklir bavíanar, við getum breytt þessu.  Og við verðum að breyta þessu.  Munum mótmælin kl. 17 í dag.

c_documents_and_settings_erna_hjaltested_my_documents_blog_isl_faninn_713981

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Áfram íslenska þjóð.  


mbl.is Forsetinn flýtir heimför
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Þjóðarkakan.

Það er stundum kallað að "skipta þjóðarkökunni" Þessi þjóðarkaka er lagskipt, hún er lagkaka. 

images

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Neðsta lagið í þjóðarkökunni er almenningur.  Það fólk sem stendur undir velferðarkerfinu.  Vinnandi fólk, einyrkjar og bændur og við öll hin.

Næsta lag eru öryrkjar og eldri borgarar sem samfélagið þarf að  hlú að mörgum hverjum.  neðsta laginu finnst sjálfsagt og eðlilegt að hafa slíkt velferðarkerfi og gera það með ánægju.  

Lagið þar fyrir ofan eru ríkafólkið og stóreigendur fyrirtækja, þetta er fólkið sem í raun og veru stjórnar því hvaða lagasetningar ná fram að ganga, og það er oftast eitthvað sem kemur þeim sjálfum best. Þeir "Styrkja" gjarnan íþróttafélög og góðgerðarsamtök til að bæta ímyndina. En ráðríki Þeirra veldur því að þriðja lagið fer aðeins að leka niður og hamla hinum tveimur neðstu lögunum og gera þeim erfiðara fyrir. 

 

hraegammur-3-688x451

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Efst tróna svo þeir sem hafa valist til að stjórna og ráða landinu.  Það hefur nú komið í ljós að þeir lúta ekki sömu lögmálum og þeir sem neðst standa.  Þetta efsta lag skilur ekki hvað er að gerjast í neðri lögum kökunnar.  Þeir skilja ekkert í því að það ríki gremja, vonleysi og jafnvel bylting.  Þessi tvö neðstu lög eru hvort sem er bara þar til að standa undir kökunni, tryggja að efsta lagið geti haft það gott og séð vítt yfir.  Það er rætt um málin og enginn ber neina ábyrgð á neinu.  Aldrei neitt gefið upp fyrr en í fulla hnefana og þá er ekkert þeim að kenna bara hinum.  

Þar með lekur efsta lagið niður yfir alla kökuna og kæfir hana, nema ef neðstu tvö lögin taki sit til og hristi afæturnar af sér. 

Það er nefnilega hægt, en til þess þarf samtakamátt og baráttuvilja.  Ef jafnræði og jafnrétti á að verða að einhverju þurfa allir að standa saman um að breyta kökunni.  Það er búið að margreyna að skipta henni, en það er svo að þeir sem mest eiga fá alltaf stærsta hlutann, og hinir lítið sem ekki neitt.  

images (1)

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sumir meira að segja eru alltaf tilbúnir til að verja allt sem frá efsta laginu kemur og skilja ekki stöðu sína.  Skilja ekki að þeir eru bara eitt korn í neðsta laginu, en vonast ef til vill eftir brauðmola af borðinu. 

 

Ísland er lítið land, en ríkt af náttúruauðlindum og tækifærum.  En kökunni er vitlaust skipt, við verðum að krefjast þess að hún sé hlutuð sundur og skipt upp á nýtt, þar sem allir fá að sitja við sama borð.  

 

Sigmundur og kakan, Baldur

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að við yrðum öll hamingjusamari og þyrftum ekki svona mikið af gleðipillum ef við myndum skipta þessu öllu af skynsemi og kærleika.  

 

 


Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Apríl 2016
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.4.): 0
  • Sl. sólarhring: 5
  • Sl. viku: 46
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 40
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband