Kalliði þetta leikrit?

Ég fór á sérstaklega skemmtilega leiksýningu í kvöld hjá félögum mínum í Litla Leikklúbbnum.  Litli Leikklúbburinn verður 5o ára í vor og verður mikið um dýrðir þá.  En sem sagt í kvöld var frumsýnt leikrit sem er það 86. verkefni LL.

Leikstjóri er Kári Halldór Þórsson sem okkur er að góðu kunnur, því hann setti upp leikritið Úr Aldaannál eftir Böðvar Guðmundsson, eitt það erfiðasta leikrit sem ég hef tekið þátt í, því Kári Halldór tekur stjórnina alla leið og ekkert hálfkák.  Við þurftum með fram því að æfa leikritið að taka júdótíma til að læra að detta "faglega".

En sem sagt ég skemmti mér afskaplega vel í kvöld, og það var eftirtektarvert hvað leikarar stóðu sig vel, þó flestir þeirra hafi ekki stigið á leiksvið áður.  

11041262_668416593263239_2686844478466111223_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Algjörlega ótrúlega góð frammistaða.

Leikritið er samið af Ágústi TOrfa Matnússyni frá Seyðisfirði og fjallar um að setja upp leikrit á landsbyggðinnni, það er fengin leikstjóri frá höfuðborginni og á hann auðvitað í mesta basli við að takast á við leikendur sem eru að gera þetta í hjáverkum og hafa ýmislegt annað að gera en að standa í leikæfingum.  við þekkjum þetta svo sem öll. 

11053235_668419319929633_4402657767258322971_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta er svona sakamálaleikrit með söngvum og dansi og leikritahöfundurinn er að semja eina og eina blaðsíðu af mikilli kostgæfni.

1911896_668416546596577_164729687977063648_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Leikstjórinn og höfundurinn áttu sín móment eins og gengur.  Kostuleg samskipti þar.Stóðu sig báðir með soma.  Hér er leikstjórinn leikinn af Stefáni Erni Stefánssyni og handritahöfundurinn Snjólfur hirðskáld leikinn af Gunnari Erni Rögnvaldssyni. 

11046302_668416159929949_5205628977723443405_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég held að æfingarsvæðið hafi verið hugsað sem Selið sem við eldri leikarar þekktum svo vel. 

11050157_668419029929662_6264092040836093147_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Raunar byrjaði sýningin freka einkennilega leikendur dönsuðu í langan tíma ýmist í ljósi eða myrkri og þetta var orðið svona frekar pínlegt, en svo kom skýring þegar leikstjórinn Kári Halldór tilkynnti að öryggi hefði brunnið yfir og það tæki smá tíma að laga það.  Og því var bara tekið ljúfmannlega og þá skildi maður hvernig í málunum lá. 

11053236_668416143263284_2325249912421098288_n

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Allir leikararnir stóðu sig afar vel.  Samt er alltaf eins og gefur að skilja nokkir sem standa uppúr, það er svo sem ekki vinsælt að taka einhverja út úr, en ég verð að segja að Stefán Steinar Jónsson hélt uppi sýningunni, hann var tónlistarstjóri og spilaði á píanó meirihluta sýningarinnar bæði í söngatriðum og svo til áhersluatriða. Allir leikendur fengu tækifæri til að syngja og það heyrðist mjög vil til þeirra allra, því undirleiknum var haldið þannig að þess gætt að allt heyrðist, þó sumir væru ef til vill ekki alveg tónvissir þá gerði það bara ekkert til, en sumir voru bara þrusugoðir söngvarar. 

Þau áttu öll góða spretti og það var vel passað upp á að þau ættu öll sin móment, það skrifast örugglega á leikstjórann, þvi það var ekki alltaf texti sem fylgdi heldur dans og önnur áhersluatriði, sem skemmtu leikhúsgestum vel.  Önnur sem var algjörlega frábær var Katrín Líney Jónsdóttir sem lék fullorðna leikkonu og átti að vera rík ekkja í "leikritinu".  

11043156_668416723263226_2396727230494529035_o

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Kata var hreint óborganleg sem þessi leikkona sem var ef til vill ekkert allof vel gefin eða þannig.

Einnig átti unga leikkonan sem lék þjónustustúlku Svava Traustadóttir yndisleg spretti svo salurinn lá í hlátri.

11046965_668418853263013_3366593367162523898_o

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Bókstaflega yndisleg.

 

Skottið Lísa ofurglamúrgella. Átti sín móment.

11021465_668417563263142_8175951156747013599_o

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eva Lind Smáradóttir.

Bjarki brilleraði sem formaður leikfélagsins.

10987320_668418543263044_5355128725014767342_o

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Í raun og veru er ekki hægt að gera upp á milli leikaranna, því þau stóðu sig öll frábærlega.  Það er meira en að segja það að fá til liðs við sig hóp af algjörlega óvönu fólki og takast að koma því svona vel til skila eins og hér var gert.  Sviðsmyndin var skemmtileg og innkomur og útgangar voru eins og vita var af leikstjóra sem veit nákvæmlega hvað hann er að gera.  Og unun að fylgjst með.  Það eina sem ég fann að var að sumir leikaranna voru ekki alveg klárir á textanum sínum, sem var reyndar undirstrikað af því að þeir áttu að gleyma rullunni sinni á æfingum, og þess vegna kom það skemmtilega fram þegar þeir gleymdu í raun og veru. En vonandi laga þeir þetta smávandamál.  Því það skiptir miklu máli að textinn renni ljúflega. Þetta varð til þess að stundum datt mómenti niður.  En það truflaði samt ekki áhorfendur því salurinn var farið að orga af hlátri í restina. 

Það var fjöldin allur af fólki sem lagði hönd á plóg, og gaman að sjá hvað margt nýtt fólk er komið til starfa með okkur, það var líka yndislegt að hitta öll gömlu brýnin sem hafa fylgst að gegnum tíðina, Sigrún og Guðni, Sveinbjörn og Hlíf, Halla og Hafsteinn, Anna Lóa og Gulli, Finni Magg, Obba og Jónas og örugglega fleiri. 

Ef ykkur finnst ég vera væmin eða hlutdræg já þá er það bara örugglega þannig.  En þetta var dásamleg stund og ég skemmti mér rosalega vel.  Ég hvert ykkur ágætu ísfirðingar til að láta þessa skemmtun ekki fram hjá ykkur fara.  Því það er sálarbætandi sérstaklega þegar við erum að skríða upp úr skammdeginu og óveðrinu að sitja í Edinborgarhúsinu og hlæja okkur máttlaus. 

Svo vona ég innilega að þetta leikrit verði sýnt á 50 ára afmælinu okkar í vor, og þá verður nú gaman að fá alla hina Möggu Óskars, Siggu Boggu Laufeyju, Traust og miklu fleiri þá verður fjör, segi og skrifa.  Þið verðið bara að gefa ykkur tíma til að koma og vera mem.

En nú er komin tími á mig að fara að halla mér. Góða nótt elskurnar og innilega takk fyrir mig og þið sem ekki voru nefnd voru frábær líka svo og tæknimenn sviðstjórar leikskrárstjórar leikmyndasmiðir tæknimenn og þið öll. 

Gleymdi að geta þess að ég tók þessar myndir af facebooksíðu Litla leikklúbbsins og myndatökumaðurinn er Benedikt Hermannsson. 


Fiskarnir mínir.

Þegar ég kom heim úr ferðalaginu komst ég að því að elsku fiskarnir mínir voru allir dánir.  Það var sorglegt, því þeir hafa gefið mér og barnabörnunum mikla gleði núna í mörg ár.  Í dag ákvað ég að veita þeim hinstu hvílu í garðskálanum mínum.  

IMG_8916

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Það var með eftirsjá og sorg í hjarta.

Því núna í mörg ár hafa þessar elskurveitt mér og barnabörnunum mínum mikla gleði, bæði að njóta þess að horfa á þokka þeirra og fegurð að synda í tjörninni og svo þegar við hjálpuðumst að við að veiða þá upp til að hreinsa tjörnina, þá varð að velja stund þegar sem flest þeirra voru viðstödd, svo þau gætu tekið þátt í því.

IMG_8920

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En því miður var ekkert annað að gera en að veita þeim hinstu kvílu.

Í gröf í garðskálanum mínum.  Elsku bestu vinirnir mínir.

IMG_8919

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þetta var erfitt verk og sorglegt.

IMG_8917

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En stundum koma tímar sem við missum, mismunandi hvað við söknum, en samt það er samt alltaf tilfinningalega erfitt þó það séu bara fiskar.

IMG_8921

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og hvað er meira viðeigandi ofan á gröfina en að setja einn fallegan steinfisk frá syni mínum. 

IMG_8922

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En mitt í þessu sorgarferli sá ég fallegu jólarósina mína í fullum blóma, þannig að hvernig sem okkur líður, þá er allaf eitthvað fallegt bara rétt handan við hornið. 

Það er nefnilega það sem við verðum alltaf að muna. að lífið heldur áfram og þó það sýnist svart þá er alltaf eitthvað fallegt og uppbyggilegt rétt handan við hornið.  Við verðum bara að taka eftir því og láta okkur þykja vænt um það.  Því vissulega heldur lífið áfram og við verðum að taka á móti því með gleði og opnum örmum. 

Með þessum orðum býð ég ykkur góða nótt elskurnar og knúsa ykkur öll með þeim kærleika sem ég á til.  <3


Sólmyrkvi.

Jæja þá er ég búin að gera eins og þorri þjóðarinnar starað upp í himininn með aðdáun og horft á tunglið færast fyrir sólina og myrkva hana 95%.  

Ég tók nokkrar myndir, þær eru ekkert sérstakar og allar aðrar miklu betri, en það er svolítið skemmtilegt hvernig ljósbrotin speglast og kalla fram skrýtna hluti á myndnum. 

IMG_8889

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi líkist nú meira gyðingastjörnu en sólinni. 

IMG_8891

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En landið okkar er fallegt svona með sín hvítu fjöll og glampandi sól. 

IMG_8895

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi ský sá maður nú ekki, en þau hljóta að hafa verið þarna.  

IMG_8897

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þarna er líka eins og lítill fljúgandi hlutur, sem er einhverskonar ljósbrot cool en lítur út eins og litrík lugt. Og það er eins og hún lýsi upp sólina.  

IMG_8898

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég fór með rafsuðuhjálm með mér, en svo voru allir að lána hver öðrum bæði gleraugu og filmur, sumir notuðu geisladiska. 

IMG_8902

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þessi gleraugu eru alveg milljón. 

IMG_8904

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er þessi lugt aftur.  

IMG_8907

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Já ég verð auðvitað að bíða fram á næsta sólmyrkva til að njóta þessa aftur.  

IMG_8912

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

og fólk lét sig ekki vanta. 

IMG_8915

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nú skín sólin og veðrið er dásamlegt hér.  Svo það er að ýmsu að hyggja, eigið góðan dag elskurnar. 

 


Eða þannig.

Mun þetta verða svona endurteknig á fortíðinni: Minn tími mun koma. foot-in-mouth Ég þekki auðvitað ekki mikið til þarna, en er einhver munur á Árna Páli og þessarar ágætu konu? 


mbl.is „Eigum ekki að hræðast breytingar“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ágæta Byrgita.

Ég er algjörlega sammála Birgittu með það að þessi skoðanakönnun sýnir að þjóðin er algjörlega að gefa frat í fjórflokkinn.  Því staðnaða kerfi sem hann bíður upp á.  Sagði ég fjórflokkinn, fimmta hjólið undir vagninum er svo Björg framtíð, hver er ekkert svo björt um þessar mundir.  Enda er þetta bara skugginn af Samfylkingunni.  Nú þessa helgi ef ég skil rétt er aðalfundur Samfylkingarinnar, og eina umræðan er ályktun ungra jafnaðarmanna sem eru búin að fá nóg af gömlu valdaklíkunni, gott hjá þeim. 

Þessi fjórflokkur sem hefur verið ríkjandi í stjórnmálum undanfarin mörg mörg mörg ár, er að syngja sitt síðasta... vonandi.  Klíkuskapur, samheldni þvert á flokka, spilling og undirferli er að ganga af þeim dauðum.  Og ég verð að segja að ég hef beðið eftir þessu í mörg ár.  En sem betur fer er unga fólkið okkar upplýstara og þora að taka málin í sínar hendur og kominn tími til.  Þeirra er nú framtíðin.  Með þeirri stjórnsýslu sem nú er stunduð af þessum svokallaða fjórflokki erum við að ganga freklega á rétt þeirra sem taka eiga við.  Græðgi frændhygli og klíka eru daglegt brauð eins og sést nú í fréttum.  Til skammst tíma var aldrei talað um þessi mál, og það voru nokkrar hjáróma raddir sem hrópuðu í eyðimörkinn og voru þögguð niður endalaust.  Það gengur ekki lengur vegna þess að fólk les netmiðla og það eru sem betur fera blaðamenn sem þora að taka á óvinsælum málum.  

En Birgitta mín, segjum svo að þið fáið meirihluta atkvæða og verðið þar með stærsti flokkurinn, hvað ætlar þið þá að gera? ætlarðu að leiða að borðinu Samfylkingu og Vg, sem hafa bæði orðið uppvís að lýðræðíshalla og lygum, ekkert síður en þessi núverandi ríkisstjórn.  Eða munið þið ef til vill hreinlega halda þjóðaratkvæðagreiðslu um það hvaða samstarfsflokka þið viljið fá?  Lýðræðið þarf jú að virka alla leið, en ekki bara á einn veg.  

Eins lítið og ég treysti núverandi stjórnvöldum til að virða þjóðarvilja í sjávarútvegsmálum og friðlýsingarmálum, þá vantreysti ég fyrrverandi ríkisstjórn til að standa vörð um sjálfstæði þjóðarinnar, sem þau hafa sýnt svo sannarlega að þau vilja ekki lýðræði í ESB umræðum, þar sem þau halda vísvitandi upplýsingum frá þjóðinni og láta liggja að því að hér verði allt í sóma og blóma bara ef til gefum sjálfstæði okkar til Brussel.  

Um leið og ég fagna umræðunni og því að fólk sé virkilega að gefa skít í risaeðlurnar, þá vil ég að þið gefið út hvaða leið þið munuð fara ef svo vill til.  Það krefst víðsýni og kjark til að takast á við sannleikann, réttsýnina og alla þöggunina og stríðið sem hagsmunaaðiljar munu beita, því þeir munu svo sannarlega gera allt sem í þeirra valdi stendur til að viðhalda sínum status, sem þessir aðiljar telja sig rétt bornir til að eiga. 


mbl.is Vill ekki verða forsætisráðherra
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Barcelona fögur borg.

Við vorum komin til Barcelona.   Þetta er afskaplega falleg borg.  Mínar uppáhaldsborgir hingað til hafa verið New York (Manhattan) og Kaupmannahöfn.  En ég held að þessi fallega borg slái þeim báðum við. Við höfðum pantað okkur hótel á netinu sem heitir Quatro Naciones, ágætis hótel sem kostaoði okkur 214.29 evrur fyrir þrjár nætur.  Quatro er afar miðsvæðis við La Rambla í miðbænum þaðan sem hægt er að rölta um og skoða, til dæmis gamla bæinn.  Þetta er breiðstræti og í miðju hennar eru veitingatjöld í röðum og allskonar uppákomur. 

 Barcelona er höfuðborg sjálfstjórnarhéraðsins Kataloniu, með 1.6 milljón íbúa í borginni sjálfri en með um 4.5 milljón íbúa á svæðinu öllu.  Barcelona er næststærsta borg landsins. Hún var stofnuð sem Rómversk borg. Á miðöldum var borgin höfuðborg County Barcelona. 

16-IMG_0965

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má drekka vatnið úr krönum.

Barcelona hélt áfram að vera mikilvæg borg. Borgin hefur ríka menningarlega arfleifð og er í dag mikilvæg menningarmiðstöð og mikill ferðamannastaður. Sérstaklega frægar eru byggingarlistaverk Antoni Gaudi og Lluís Domenech i Montaner , sem hafa verið tilnefndir frá UNESCO World Heritage Sites . Höfuðstöðvar sambandsins fyrir Miðjarðarhafið er í Barcelona. Borgin er þekkt fyrir ólympíuleika og heimsklassa ráðstefnur og sýningar og einnig mörgum alþjóðlegum mótum í íþróttum .

 

 

Borgaryfirvjld leggja mikið upp úr hreinni borg og gera sitt til þess að halda mengun í lágmarki. Hér eru líka bæði veitingastaðir og salerni tandur hrein.  

140-IMG_0908

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sóparar mættir.  Hér sést mikið til lögreglu, en það er vinalegt fólk sem spásserar tveir og tvö saman og eru þarna bara til að láta sjá sig.  En við urðum samt vör við að það er vel fylgst með, þegar allt í einu komu æðandi 7 lögreglubílar í röð með blikkandi ljós og fyrirgang.  En í það heila er borgin friðsæl og falleg. 

36-IMG_0819

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Aðal ferðamátinn hér eru vélhjól og reiðhjól.  Borgin hefur reiðhjól til reiðu á ýmsum stöðum, þar sem fólk getur gripið til þeirra og komist áleiðis og skilað þeim á næsta áfangastað.

30-IMG_0985 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér má sjá reiðhjól á vegum borgarinnar.  

39-IMG_0760

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við vorum afar heppinn að fá gott herbergi við Ramblas, eina af aðalgötum bæjarins, og það var ekkert dýrt 214 evrur fyrir þrjár nætur.    

46-IMG_0971

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Sum strætin eru svo þröng að þar er einungis hægt að ganga í gegn.  

 

44-IMG_0958

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og húsin eru flest falleg og vel skreytt. 

 

37-IMG_0822

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Casa Mila.  

Merkilegast þótti okkur samt að skoða arkitektur Gaudis.  Hann er svona eins og Hundertwasser í Vín.  Allt mjúkar línur og flottar. 

Svo segir í Vikipetia. 

"Sérstaklega merkileg eru verk arkitektsins Antoni Gaudi , sem hægt er að sjá víða í borginni. Þekktasta verk hans er gríðarlega tignarleg kirkja "Sagrada Familia" , sem hefur verið í smíðum síðan 1882, og er enn fjármögnuð með framlögum frá einkaaðilum. Frá og með 2007, lokið er áætlað fyrir 2026".

Það má geta þess að endalaus straumur ferðamanna er inn í kirkjuna og borgar hver maður um 20 evrur bara fyrir að fara inn, og svipað við að fara upp í turna kirkjunnar, svo fjáröflun ætti að ganga vel. 

15-IMG_0880

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við fórum og skoðuðum eina byggingu frá honum, og fórum alla leið upp á þak, og ég sem er svo lofthrædd.

70-IMG_0844

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Tröppur upp og tröppur niður, en mikið er þetta tilkomumikið, þó ég væri skíthrædd.

124-IMG_0837

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Ég reyndi þó að bera mig mannalega smile

58-IMG_0853

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

eða þannig.

19-IMG_0829

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Jamm þar var langt að horfa niður og upp. 

47-IMG_0854

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Gaman að sjá þetta ekki satt?

35-IMG_0845

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo

43-IMG_0955

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Útrýnið er líka flott.

 11-IMG_0916

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Þassi bygging er alveg óviðjafnanleg.  Elli fór og skoðaði hana. Og varð alveg heillaður.

10-IMG_0912

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íburðurinn er alveg ótrúlegur. 

1-IMG_0925

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

smile

13-IMG_0949

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

foot-in-mouth

12-IMG_0948

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

frown Ekkibeit fyrir lofthrædda skal ég segja ykkur.  

 

24-IMG_0950

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

28-IMG_0945

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Svo má labba niður laughing

 

En þegar maður fer til stórborga og ætlar bara að vera í þrjá daga, er besta ráðið að taka túristastrætí, þeir aka ákveðna hringi í borgum og stoppa á ákverðnum stöðum og þá getur maður skoðað allt það markverðasta, sem annars tæki miklu lengri tíma.  Það eru heyrnartól sem maður fær og það er hægt að velja um nokkur tungumál, þar sem sagt er hvað er að sjá.

 

2-IMG_0765

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Við lögðum af stað frá styttunni af Columbusi. 

55-IMG_0773

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En hún er einmitt í Ramblas stræti.  Málið er að hér er hægt að rölta í allar áttir og allt við hendina.

40-IMG_0891

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Arc de Triomf

 

37-IMG_0784

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér er íþróttamiðstöðin í Barcelona en ekki Stadiumið sem er miklu stærra og tilkomumeira.

60-IMG_0807

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það fara fram heimsmeistarakeppnir og allskonar fótboltaleikir.

61-IMG_0808

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Enginn smá bygging þarna. 

jamm...

89-IMG_0879

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Casa Amatller.

 

Fyrir þá sem hafa gaman af rómverskum rústum er afar heilleg bygging hér í miðbænum.

31-IMG_1098

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Eða eins og segir Barcelona var upphaflega rómversk borg. 

20-IMG_0968

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En það er alveg að æra óstöðugan að ætla að gera öllu skil hér, en ég mæli eindregið með þessari fallegu og merkilegu borg.

41-IMG_0872

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Hér erum við Gaudi saman.  smile

 

16-IMG_0982

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Maturinn er hér góður, en það er svo sem ekkert verið að snyrta lærin fyrir sölu. 

25-IMG_0988

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Inn í einu af mörgum tjöldum sem voru sett upp við götuna. 

43-IMG_0764

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Rákumst oft á þennan ferðalang. Fyrst hélt ég að hann væri lifandi, en svo kom í ljós að hann var bara svona velgerður karl anginn.

36-IMG_0975

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

En nóg um það, þessu fer nú að ljúka. Þó ég gæti haft þetta mikið lengra. En loksins skín blessuð sólin fyrir utan hjá mér, og rokið búið.  Það sagði einn starfsfélagi minn í gær sem ég bauð í kaffi, að hann gæti varla hellt í bollan fyrir hristing.  Og það var ekki orðum aukið.  

44-IMG_0906

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Og þá er bara að kveðja í bili. Og vona að þið hafið notið ferðarinnar.  Því næst förum við til Osló og í siglingu á risaskemmtiferðaskipi til Keel í Þýskalandi.   Eigið góðan dag elskurnar og skál smile


Spéspegill.

Ég er svona að vinna að ferðasögunni minni, en það tekur tíma og svona rétt á meðan langar mig til að bjóða ykkur upp á smáskemmtilegheit, svo sem eins og gömul áramótaskaup, og ég segi nú bara, sumt hér gæti hafa gerst í gær.  Þetta er bara grátlega fyndið. smile

 

https://www.youtube.com/watch?v=AuIFt-l9Z4M

Af því að menn eru alltaf að reyna að endurskrifa söguna.

Þetta kom upp í hendurnar á mér í kvöld.  

http://www.dv.is/frettir/2011/11/7/atli-gislason-eg-afvegaleiddi-kjosendur/?fb_comment_id=fbc_10150375279864350_19427596_10150375720824350#f3e4bca2c Mynd: Mynd Sigtryggur Ari

„Sannleikanum var haldið frá mér og ótal fleirum í aðdraganda kosninganna. Ég var afvegaleiddur og afvegaleiddi kjósendur í Suðurkjördæmi. Ég harma það og biðst afsökunar,“ segir þingmaðurinn Atli Gíslason í kjallaragrein í DV í dag. Þar útskýrir Atli meðal annars af hverju hann sagði sig úr VG en það gerði hann þann 21. mars síðastliðinn ásamt Lilju Mósesdóttur. „Við töldum að forysta VG hefði orðið viðskila við kosningaloforð sín og grundvallarstefnu í veigamiklum málum og rökstuddum með ítarlegri yfirlýsingu,“ segir Atli meðal annars og fer yfir aðdraganda kosninganna árið 2009. Hann segir að ákveðnum hlutum hafi verið haldið frá honum. „Ég hef nú sannreynt að fyrir kosningarnar vorið 2009 hafi verið ákveðið í þröngum hópi forystu VG og Samfylkingarinnar, næðu flokkarnir þingmeirihluta, að sækja um aðild að ESB og samþykkja Icesave, skilgetið afkvæmi ESB–umsóknarinnar. Sannleikanum var haldið frá mér og ótal fleirum í aðdraganda kosninganna. Ég var afvegaleiddur og afvegaleiddi kjósendur í Suðurkjördæmi. Ég harma það og biðst afsökunar. Umsóknin er í fullum gangi með tilheyrandi aðlögun að regluverki ESB og IPA-aðlögunarstyrkjum þvert á samþykktir flokksfunda,“ segir Atli og nefnir fleiri mál sem hann er ósáttur við; niðurskurðinn, Magma-málið og skuldavanda heimilanna sem dæmi

Það er gott að rifja upp  svona hluti þegar menn eins og Steingrímur og Jóhanna æsa sig á fullu við að ræða annara manna kosningasvik.  Ef einhverntímann hafi þjóðin verið svikinn big time, þá var það eimitt í þessari kosningabaráttu, þar sem pólitíkusarnir sviku ekki bara kjósendur, heldur líka samflokksmenn sína.  Mikið má þetta fólk skammast sín og ætti í raun og veru að HALDA KJAFTI yfir öðrum, og það gildir sérstaklega um þig Steingrímur J. Sigfússon.  

Atli Gíslason

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Atli Gíslason.  

Án þess að ég sé að afsaka nýjasta útspil núverandi ríkisstjórnar, þá spyr ég hvað um þessi kosningaloforð?  Ætla VG og Samfylkingin virkilega að fylkja sér á Austurvöll og krefjast þess að þessi ríkisstjón standi við loforð sem sumir gáfu í aðdraganda kosninga.  Þegar það er ljóst að einlægur brotavilji var hjá VG og Samfylkingu 2009 að svíkja kjósendur FYRIRFTAM ef þau næðu kjöri.  

Það er ekki hægt að leggjast lægra en þetta að mínu mati, og svikarinn Steingrímur J. hefur nákvæmlega ekkert efni á því að vera með einhvern strigakjaft á alþingi um kosningasvik annara, hvað þá Árni Páll.  

Það er nákvæmlega þess vegna sem alþýða þessa lands er búin að fá upp í kok af stjórnmálamönnum, fjórflokknum svokallaða ásamt Bjartri framtíð, sem er einungis framlenging af Samfylkingunni.  Ég bara spyr: kunnið þið ekki að skammast ykkar?


Hvað ætla þessir ESB sinnar að gera í málefnum sjávarútvegs á Íslandi?

Nú logar netið og loksins lætur stjórnarandstæðan að sér kveða, en því miður í kolvitlausu máli.

Og nú skríða ESB sinnar fram úr öllum skúmaskotum, úr öllum flokkum og láta í sér heyra.  Gott að sjá hvar þeir lúra og hvernig þeir kúra og hvernig hugur þeirra stendur.  Alltaf gott að uppgötva  fólkið sem hefur ekki hugrekki til að þora að vilja sjálfstæði fyrir land sitt og þjóð.  Afskaplega fróðlegt að sjá silfurskotturnar skríða upp úr sínum holum.

Hér er svo upphlaup sem ég hélt að myndi ekki gerast: 

http://www.visir.is/stjornarandstadan-sendi-evropusambandinu-bref/article/2015150319464

Og það má spyrja sig hvaða rétt þetta fólk hefur að setja sig í samband við ESB með þessu máli.

Sem sagt stjórnaranstaðan leggst í nákvæmlega sömu gryfjuna og ríkisstjórnin sem þeir eru svo hneykslaðir á.

Hvernig getur fólk staðið á því að þjóðinn vilji áfram vinna að því að fara inn í ESB þegar það er ljóst að svo er bara alls ekki. Sumir vilja sjálfir segja neiið sitt, og það er skiljanlegt.

Og það er nokkuð ljóst að þarna var klaufalega haldið á málum.  En svo sem ekkert klaufalegra en fyrrverandi ríkisstjórn.  Sem klúðraði málinu big time og setti umsóknina á ís, vegna þess að þeim var ljóst að ekki yrði lengra haldið án þess að breyta stjórnarskránni. 

En ég sagði að hér væri verið að vinna í kolvitlausu máli og stend við það.  Ég hefði viljað sjá þessi hastarlegu viðbrögð stjórnarandstöðunnar við yfirlýsingar stjórnarliða og sérstaklega Bjarna Benediktssonar á því að með því að viðhalda eignarhaldi L.Í.Ú: á sjávarútveginum væri verið að vinna að hag landsmanna allra.  Ég sá enginn viðbrögð stjórnarandstöðunnar við þeim ummælum. 

Ég hef heldur ekki séð að þessi auma stjórnarandstaða ætli að taka þessi viðbrögð á ætlun ríkisstjórnarinnar á samningum við sjávarútvegsgreifana.  Þá er bara hægt að sitja róleg og blaðra eitthvað út í loftið.   Enda heyktust Samfylkinginn og Vinstri græn á að breyta sjávarútegsmálum þjóðarinnar til hins betra, og þeir gerðu meira, þeir ráku Jón Bjarnason sem var ötulasti talsmaður þess að breyta og bæta.  

Í því ljósi er allt þetta uppþot stjórnarandstöðunnar í besta falli hlægileg. Því ef þeir skoðuðu málin niður í kjölinn þá er það að þjóðin njóti arðsemi sjávarauðlindarinnar margfalt þýðingarmeira en við eitthver niðurliggjandi ESB umsókn.

Það verður fróðlegt að sjá hver viðbrögð þessara lýðræðis elskandi forystumanna stjórnarandstöðunnar verður þegar sjávarauðlindinn verður færð sægreifunum á silfurfati. 

Bara það að Sjálfstæðisflokkurinn klofni vegna þessa ESB máls, er forvitnileg, og að mínu mati besta mál.  Það verður þá lúsahreinsun á Sjálfstæðisflokknum að hávær minnihluti hans komi sér saman um eins máls ESB umsókn.  Rétt eins og gengi Samfylkingarinnar sem sami einsmáls flokkur.  Og auðvitað munu þeir ekki koma sér saman um að ganga í eina sæng, eins og allaf er verið að skamma smáflokka og ný framboð um að gera ekki.  

Það er alveg kominn tími á að ljóst sé hverjir vilji virkilega fórna sjávarútvegi og sjálfstæði þjóðarinnar til að fara inn í ESB, og hverjir vilja standa utan.  Það er alveg kominn tími til þess að það verði lýðum ljóst.  

Og ég vil bara segja þetta að lokum, þið sem óskapist svona vegna bréfs utanríkisráðherra, eruð að mínu mati landráðamenn.  Verð þó að láta fylgja með að það hefði átt að standa öðruvísi að þessu.  En þess ber að gæta að innan Sjálfstæðisflokksins er fólk sem hugsa meira um að komast í ESBsæng en að Ísland sé áfram sjálfstætt ríki.  En þetta er mitt mat. 

Þið getið rekið af ykkur þessa slyðruorð ef þið takið málefni sjávarútvegsins til alvarlegrar íhugunar og óskapast í því máli líkt og þið hafið látið hafa ykkur út í í þessu máli. 


Rökvilla Bjarna Benediktssonar um sjávarútveginn.

Sjálfstæðismenn

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

Íslensk sjávarútvegsfyrirtæki styrktu frambjóðendur Sjálfstæðisflokks um rúmlega 7 milljónir í prófkjörum fyrir síðustu Alþingiskosningar. Frambjóðendur annarra flokka fengu engan stuðning frá sjávarútvegsfyrirtækjum miðað við gögn Ríkisendurskoðunar og svör fyrirtækjanna við fyrirspurn fréttastofu. 17. frambjóðendur Sjálfstæðisflokksins voru styrktir af sjávarútvegsfyrirtækjum í prófkjórum.  Og þetta er fyrir utan styrkina sem Sjálfstæðsflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fengu. 

Þegar haft er í huga staða sjávarútvegsfyrirtækja og fyrirgreiðslan sem þessi fyrirtæki fá frá stjórnvöldum, er ekki hægt að kalla þetta neitt annað en mútur.  Og ef rétt ætti að vera ættu þeir frambjóðendur sjálfstæðisflokksins sem þáðu greiðslur milljón eða meira, ekki að hafa kosningarétt á alþingi í málefnum sjávarútvegsins, því það er alveg ljóst að þeir hafa selt sálu sína fyrir upphefðina.

Þetta er í rauninni ekkert fréttnæmt, við höfum vitað af þessum greiðslum um langa hríð, og oft ekki bara opinberlega heldur hafa að því er manni hefur verið tjáð, farið stórar fúlgur undir borðið til að kaupa sér goodvill.  

Hitti um daginn konu frá Flateyri og spurði hvernig gengi, hún virkaði þreytuleg, það er bara svona, sagði hún, það er endalaust verið að segja mann upp vinnunni og fyrirtækin að fara,  en það er víst að koma nýtt fyrirtæki bráðum, hve lengi sem það verður. 

Mönnum hefur verið hótað atvinnumissi ef þeir tala óvarlega, útgerðarmaður einn á Flateyri sagði fólkinu sínu að ef það kysi ekki rétt myndi hann hætta útgerð.  Meðan hann sagði þetta var hann á fullu við að selja allann kvótann úr þorpinu.   Annar útgerðar maður sagði fólkinu sínu að þau skyldu kjósa rétt, annars sæju þau skipin sigla út sundinn og aldrei koma aftur. Það er erfitt að sanna svona, þvi fólk er hrætt um að missa lífsviðurværi sitt ef það segir frá.  Fólki er haldið í spennitreyju, þar sem útgerðarmenn geta hvenær sem þeim dettur í hug farið með alla atvinnu úr plássinu sem þeir eru í, og í mörgum smærri sjávarplássum er þetta ef til vill eina atvinnutækifærið.  

En ég hrökk við orð Bjarna Benediktssonar í gær í fréttunum, þegar hann sagði blákalt að þessir styrkir væru algjörlega réttlætanlegir 

 

 

„Það sem er eðlilegt er það að stjórnmálaflokkar geta tekið við framlögum frá atvinnulífinu upp að 400.000 krónum. Það hefur enginn stjórnmálaflokkur fengið meira en 400.000 krónur frá hverju og einu atvinnufyrirtæki í landinu.

Þetta eru mjög strangar reglur, enda sést það ágætlega á fjármálum stjórnmálaflokkanna, að þeir eru ekkert alltof vel settir.

Sjálfstæðisflokkurinn er með ágætis dreifingu í þeim stuðningi sem hann hefur fengið. Og ég sé ekkert að því að hann njóti stuðnings frá sjávarútvegsfyrirtækjum eins og öðrum,“ segir Bjarni.

"En nú hefur Sjálfstæðisflokkurinn barist fyrir bættum hag sjávarútvegsfyrirtækja, lækkað veiðigjald og auðlegðarskatt, er þetta ekki óheppilegt í því ljósi"?

„Þetta er algjörlega alrangt sem þú ert að segja. Sjálfstæðisflokkurinn er að berjast fyrir bættum hag landsmanna. Til þess að landsmenn njóti góðs af nýtingu sjávarútvegsauðlindarinnar þurfum við að hafa hér skynsamlegt fiskveiðistjórnunarkerfi,“ segir Bjarni.

fr_20141128_006883

 

 

 

 

 

 

 

 

Bjarni minn ég er viss um að þú ert hinn mætasti maður og heiðarlegur, en hér ferðu með algjörlega staðlausa stafi.  Með því að hygla L.Í.Ú. eða þessu nýja endurbætta félagi útgerðarinnar ertu ekki að bæta hag landsmanna allra, heldur ertu að hlú að einka hagsmunagæslu Á KOSTNAÐ OKKAR HINNA.

Veistu hvaða völd þessir menn hafa, þegar þeir geta farið með öll atvinnutækifæri heils byggðarlags burt og skilið fólkið eftir atvinnulaust og í verðlausum íbúðum? Gerir þú þér ekki grein fyrir því að með því að færa sjávarútvegsgreifunum auðlindina á silfurfati ertu um leið að neita almenningi í byggðarlaginu um atvinnuöryggi?

Meira að segja sjávarútvegsráðherrann skaut sér undan að svara, hann gerir sér grein fyrir þessu.  En þarna stóðst þú keikur og lést þetta út úr þér eins og ekkert væri á meðan þú hnýttir þrælaböndinn aðeins fastar að fólkinu í landinu.  Ég er farin að halda að þú sért ekki vel gefinn, eða í það minnsta búin að láta ljúga þig fullann um hvað það er sem er til hagsbóta fyrir fólkið í landinu.  Þú ættir ef til vill að hlusta á skilaboðin frá honum Óla Ufsa. 

Til dæmis þetta hér: 

 

http://olafurjonsson.blog.is/blog/olafurjonsson/entry/1559488/

Og margar fleiri færslur þar sem hann talar máli landsmanna og fær vonandi stóran hljómgrunn fyrir upptökur sínar af sjávarútvegi og "réttlætinu" þar.  

 

Við viljum breyta þessu veiðikerfi, við viljum að íslenska þjóðin njóti arðsins af auðlindinni en ekki bara einhverjar nokkrar fjölskyldur sem hafa komið sér upp kjarna með harðfylgi til að verja sig og sýna með aðstoð ráðamanna. Þeir eru það sterkir að enginn ríkisstjórn undanfarið hefur treyst sér til að ráðast á virki þeirra.  Þetta er að hluta til vegna þess að þeir vinna heimavinnuna sína og styrkja ákveðna aðila til valda, og æ sér gjöf til gjalda.  

Þetta með að allt fari til fjandans ef hróflað er við veldi sægreifanna er kjaftæði, fyrirgefðu orðbragðið. Það þýðir ekki lengur að benda á hvernig þetta var í gamla daga, þegar fiskurinn var seldur gegnum sölumiðstöð hraðfrystihúsannaog gengið endalaust fellt til að bjarga útgerðinni.

Það er bara allt annað upp á teningnum í dag, hér eru dugmiklir sölumenn um allt sem eru með markaði og selja fyrir góð verð, um allan heim, hér er líka í gangi vegferð til að selja afurðir beint frá báti.  Það gæti blómstrað og aukist mikið og fært aukinn kraft í sjávarbyggðirnar sem myndi síðan verða til góðs fyrir allt samfélagið.  Með því að ríghalda í sjávarútvegsfyrirtækinn og passa upp á að breyta ekki neinu, eru þið að taka auðlindina og halda henni frá fólkinu í landinu.  Eyða byggðum kring um landið og gefa arðræningjum færi á að auðgast ekki minna en bankamennirnir gerðu á sínum tíma.  

Þú ættir bara að skoða þetta dæmi og tala við einhverja aðra en þá sem eiga svona ríkra hagsmuna að gæta að halda sínum illa fengna hlut í lífið landsmanna, ef þú virkilega vilt hafa hag allra að leiðarljósi.

Og eitt í viðbót 17 milljónir í styrki til stjórnmálaflokka af hendi sjávarútvegsfyrirtækja sýnist mér vera mútur í okkar litla samfélagi.  Þess vegna þarf að fá upp hverjir af frambjóðendum sjálfstæðisflokksins fengu styrkina og síðan hvaða fyrirtæki styrktu flokkana um þessar 17 milljónir.  Því hér er svo greinilega um hagsmunaársekstra að ræða.   


Næsta síða »

Um bloggið

Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Höfundur

Ásthildur Cesil Þórðardóttir
Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Tónlistarspilari

Ásthildur Cesil - Dagdraumar
Mars 2015
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31        

Nýjustu myndir

  • 2f19c636fb68b249555c5fa250d3e103--russian-image-jellyfish
  • engill-angel
  • jolatre
  • 20171002 121526
  • gasometers-vienna-7[5]

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (28.3.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 34
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 26
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband